Flýtilyklar
Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason.
Júdó kom aftur inn í KA í vetur og er virkilega gaman að sjá kraftinn í deildinni og vonandi verður næsta mót sem fer fram í KA-Heimilinu enn stærra. KA-TV sýndi beint frá mótinu og er hægt að sjá útsendinguna hér fyrir neðan ásamt niðurstöðu mótsins.
Karlar -100
1. Helgi Guðnason, KA
2. Heiðar Ríkarðsson, KA
Karlar -90
1. Egill Blöndal, Selfoss
2. Ægir Valsson, JR
3. Baldur Bergsveinsson, KA
4. Aron Arnarsson, Grindavík
Karlar -81
1. Breki Bernharðsson, Selfoss
2. Logi Haraldsson, JR
3. Adam Þórarinsson, KA
4. Unnar Þorgilsson, KA
Karlar -73
1. Gísli Vilborgarson, ÍR
2. Birgir Arngrímsson, KA
3. Piotr Latkowski, Grindavík
4. Oddur Kjartansson, JR
5. Hermann Björgólfsson, KA
Karlar -66
1. Dofri Bragason, KA
2. Dawid Zwara, Grindavík
Karlar -60
1. Alexander Heiðarsson, KA
2. Hannes Sigmundsson, KA
3. Árni Arnarsson, KA
Konur -78
1. Hekla Pálsdóttir, KA
2. Sunneva Kristjánsdóttir, KA
Konur -70
1. Ingunn Sigurðardóttir, JR
2. Berenika Bernat, KA
3. Edda Tómasdóttir, KA