Miðasala, VIP miðar og hópferð á bikarúrslitin

Fótbolti

KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 11. september kl. 12:00 og eru nokkrir punktar sem við viljum ítreka áður en salan fer í gang.

Öll miðasala fer fram í gegnum Tix.is, ekki er hægt að kaupa miða á Laugardalsvelli.

Miðaverð fyrir 16 ára og yngri er 500 krónur en fyrir 17 ára og eldri kostar miðinn 2.500 kr. Athugið að miðaverðið fer upp í 3.500 kr á leikdegi og því eina vitið að vera snemma í því að verða sér útum miða.

Athugið að allir miðar eru merktir sérstöku sætanúmeri. Það er því afar mikilvægt að ef þú vilt sitja í kringum þitt fólk að þið pantið ykkar miða saman í einni pöntun.

Þá verðum við með hópferð með rútu er svo í boði en ferðin fram og til baka kostar einungis 5.000 kr. Farið verður af stað snemma á laugardagsmorgninum og verður farið aftur til baka að leik loknum.

Smelltu hér til að skrá þig í hópferðina

Þá erum við með sérstaka VIP miða til sölu en þeir miðar innihalda glæsilegar veitingar fyrir leik og í hálfleik í veislusal KSÍ sem og sæti í VIP stúku vallarins. VIP miði kostar 25.000 kr og er hægt að kaupa miðann með því að hafa samband við agust@ka.is. Athugið að takmarkað magn er af VIP miðum og er salan á þeim hafin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is