Steinar Eyþór Valsson Norðurlandameistari í júdó yngi en 20 ára.

Júdó
Í dag var framhaldið í Reykjavík Norðurlandamóti í júdó.  Í dag var keppt í aldursflokki yngri en 20 ára.  KA eignaðist þar sinn annan Norðurlandameistara á þessu móti er Steinar Eyþór Valsson sigraði með glæsibrag í -100kg.  Steinar er gríðarlega efnilegur júdómaður sem hefur alla burði til að verða verulega góður.
KA vann einnig til tvennra bronsverðlauna.  Helga Hansdóttir vann til bronsverðlauna í -63kg.  Þar voru þær Kristín Ásta Guðmundsdóttir og Fiona Ýr Sigurðardóttir einnig í hörkubaráttu um verðlaun.
Adam Brands Þórarinsson vann til bronsverðlauna í -81kg flokki með glæsibrag.

Uppskeran á þessu móti er okkur KA mönnum mjög að skapi, tvö gull, eitt silfur og fimm brons er afar gott.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is