Starf sjálfboðaliða KA er ómetanlegt

Almennt | Fótbolti | Handbolti
Starf sjálfboðaliða KA er ómetanlegt
Verkefnin eru fjölbreytt! (mynd: Þórir Tryggva)

Starf íþróttafélaga er að miklu leiti háð starfi sjálfboðaliða og erum við í KA gríðarlega þakklát þeim fjölmörgu félagsmönnum sem koma að því að láta okkar mikla starf í öllum deildum ganga upp.


Hér má sjá brot af þeirri vinnu sem var unnin í kringum leik KA og FH á Akureyrarvelli þann 5. ágúst 2017

Það eru ýmis verkefni sem þarf að vinna í kringum íþróttaleiki og hér ræðir Gunnar Níelsson við þá Sigfús Karlsson og Brynjólf Eyjólfsson fyrir leik KA og Vals á Íslandsmótinu í handbolta árið 1998.


Gunni Nella ræði við þá Sigfús kynni og Brynjólf ritara árið 1998

Sigfús var í mörg ár kynnir á heimaleikjum KA í handbolta auk þess sem hann sá um tónlistina í húsinu. Brynjólfur var í mörg ár ritari og tímavörður og gaman að heyra hljóðið í þessum merku köppum.

Við erum ævinlega þakklát öllum þeim sem leggja okkur lið í því margbrotna starfi sem er unnið hjá KA og hlökkum mikið til að koma starfinu okkar aftur í samt horf eftir að við sigrumst saman á þessari veiru, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is