Rodri framlengir við KA út 2025!

Fótbolti
Rodri framlengir við KA út 2025!
Stórkostlegar fréttir!

Rodrigo Gomes Mateo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta stórkostlegar fréttir enda hefur Rodri sannað sig sem einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár.

Rodri gekk í raðir KA fyrir sumarið 2020 og verið algjör lykilmaður í okkar liði og hefur framganga hans í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann fór fyrir liði KA sem endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og tryggði sér þar með sæti í Evrópukeppni í sumar sem verður fyrsta Evrópuverkefni KA í knattspyrnu karla frá árinu 2003. 

Rodri er 34 ára gamall Spánverji sem hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014 en hann gekk upphaflega til liðs við Sindra áður en hann skipti yfir til Grindavíkur. Með Grindavík var hann í lykilhlutverki og lék þar 92 leiki í deild og bikar uns hann kom yfir í KA þar sem hann hefur leikið 71 leik og gert í þeim fjögur mörk, þar af tvö á síðustu leiktíð.

Það eru stórkostleg tíðindi að Rodri hafi gert nýjan samning við okkar öfluga lið og fáum við því að fylgjast áfram með okkar manni í gula og bláa búningnum næstu tvö árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is