Óskar Þórarinsson framlengir um tvö ár

Handbolti
Óskar Þórarinsson framlengir um tvö ár
Óskar og Haddur handsala samninginn góða

Óskar Þórarinsson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Óskar sem er aðeins 17 ára er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk.

Óskar er uppalinn í KA og er fastamaður í yngrilandsliðum Íslands auk þess að vera burðarstóll í ógnarsterku liði KA í árgang 2006. Strákarnir töpuðu ekki leik í öllum fjórða flokki þar sem þeir hömpuðu öllum þeim titlum sem í boði voru á Íslandi áður en þeir urðu Partille Cup meistarar en þar lögðu þeir mörg af sterkustu liðum Norðurlandanna.

Það eru afar jákvæðar fréttir að Óskar sé búinn að skrifa undir nýjan samning en hann lék alls 15 leiki með ungmennaliði KA sem endaði í 5. sæti Grill66 deildarinnar á nýliðnum vetri og þá var hann í fyrsta skipti í leikmannahópi meistaraflokksliðs KA veturinn 2021-2022 og alveg ljóst að Óskar á bjarta framtíð fyrir sér.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is