Flýtilyklar
KA óskar eftir starfskrafti
05.03.2025
Almennt
Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í allskyns verkefni í daglegu starfi KA. Við leggjum upp úr jákvæðni og þjónustulipurð sem fellur vel við samskipti við börn og unglinga. KA skipar mikilvægt hlutverk í akureyrsku samfélagi og leggjum við metnað okkar í að sinna því vel og vandlega.
Helstu verkefni
- Eftirlit með iðkendum og gestum á íþróttasvæði KA
- Almenn ræsting og önnur verkefni er viðkemur þrifum á svæði KA
- Afgreiðslustörf
- Klefavarsla í skólaíþróttum
- Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Samskiptahæfni við börn og fullorðna
- Hæfileiki og vilji til að vinna með öðrum starfsmönnum og sjálfboðaliðum KA
- Áhugi á íþróttum og heilsurækt er æskilegur
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknir berast til framkvæmdastjóra KA, Sævars Péturssonar, á netfanginu saevar@ka.is
Frekari upplýsingar veitir Sævar í saevar@ka.is