KA og Akureyrarbær skrifa undir uppbyggingarsamning

Almennt
KA og Akureyrarbær skrifa undir uppbyggingarsamning
Eiríkur formaður KA og Ásthildur bæjarstjóri

Það er heldur betur merkisdagur í sögu Knattspyrnufélags Akureyrar í dag en KA og Akureyrarbær skrifuðu í dag undir uppbyggingarsamning á KA-svæðinu. Á svæðinu verður nýr glæsilegur gervigrasvöllur með stúku sem uppfyllir allar helstu kröfur.

Í stúkubyggingunni verður meðal annars flott aðstaða fyrir lyftingadeild KA og þá verður tengibygging á milli núverandi aðstöðu og þeirrar sem byggð verður. Tengibyggingin mun fjölga búningsklefum á vegum félagsins en núverandi aðstaða er fyrir löngu sprungin miðað við þann fjölda sem nýtir sér aðstöðu KA á degi hverjum.

Þá mun júdódeild KA einnig verða með aðstöðu í tengibyggingunni auk skrifstofa og annarrar aðstöðu sem mun nýtast í daglegu starfi félagsins. Það eru því ansi hreint spennandi tímar framundan og hvetjum við alla félagsmenn KA til að mæta á aðalfund KA sem verður klukkan 18:00 í KA-Heimilinu í kvöld en þar munum við kynna uppbygginarplönin betur.

Hér má sjá nokkrar myndir af þeirri uppbyggingu sem KA og Akureyrarbær eru að fara í á KA-svæðinu. Smelltu á mynd til að sjá hana stærri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is