Flýtilyklar
KA á 7 keppendur á íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum um helgina.
Um helgina fer fram íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og fer mótið fram í Miðgarði í Garðabæ.
72 keppendur eru skráðir á mótið og á KA 7 af þeim, sem verður að teljast frábært afrek fyrir deildina sem heldur uppá 1 árs afmæli í lok marsmánaðar.
Keppendur :
Nafn • Alex Cambray Orrason
Þyngdarflokkur • -93kg búnaðarlyftingar
Bestu lyftur • Hnéb. - 347.5kg • Bekkpr. - 212.5kg • Réttst. - 290kg
Markmið helgarinnar • undirbúningur fyrir EM, hafa gaman og vera stoltur fulltrúi KA!💙💛
Nafn • Drífa Ríkharðsdóttir
Þyngdarflokkur • -57kg klassískar kraftlyftingar
Bestu lyftur • Fyrsta mótið mitt!
Markmið helgarinnar • skilja allt eftir á pallinum, hafa gaman og læra! Og vera stolltur fulltrúi KA í kvennaflokki!
Nafn • Erling Tom Erlingsson
Þyngdarflokkur • -105kg klassískar kraftlyftingar
Bestu lyftur • Hnéb. - 215kg • Bekkpr. - 130kg • Réttst. - 220kg
Markmið helgarinnar • Mæta á pallinn og hafa gaman!
Nafn • Grímur Már Arnarsson
Þyngdarflokkur • -93kg klassískar kraftlyftingar
Bestu lyftur • Hnéb. - 205kg • Bekkpr. - 152.5kg • Réttst. - 242.5kg
Markmið helgarinnar • Bætingar í öllum lyftum og ná inn á HM ungmenna
Nafn • Viktor Samúelsson
Þyngdarflokkur • -105kg klassískar kraftlyftingar
Bestu lyftur • Hnéb. - 290kg • Bekkpr. - 200.5kg • Réttst. - 328kg
Markmið helgarinnar • Bæting á íslandsmeti í bekkpressu og reyna við gullið
Nafn • Þorsteinn Ægir Óttarsson
Þyngdarflokkur • +120kg klassískar kraftlyftingar
Bestu lyftur • Hnéb. - 312.5kg • Bekkpr. - 197.5kg • Réttst. - 300kg
Markmið helgarinnar • Lyfta þungt!
Nafn • Örvar Samúelsson
Þyngdarflokkur • -120kg klassískar kraftlyftingar
Bestu lyftur • Hnéb. - 255kg • Bekkpr. - 172.5kg • Réttst. - 262.5kg
Markmið helgarinnar • Bæting í bekkpressu og samanlagðri þyngd
Um leið og við óskum fólkinu okkar góðs gengis um helgina hvetjum við áhugasamt KA fólk að mæta í Miðgarð um helgina og stiðja við bakið á keppendum.
ÁFRAM KA – LYFTI FYRIR KA