Flýtilyklar
Jóhann Mikael skrifar undir fyrsta samninginn
Jóhann Mikael Ingólfsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá knattspyrnudeild KA en samningurinn er til þriggja ára. Jóhann sem er aðeins 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi KA.
Í sumar lék hann bæði með 3. flokk KA þar sem hann varð Bikarmeistari auk þess að spila með meistaraflokksliði Hamranna sem lék í 4. deildinni í sumar. Þá hefur hann verið fastamaður í æfingahópum yngrilandsliða Íslands og æfði meðal annars með U16 ára liðinu undir lok nóvember mánaðar.
Það eru afar jákvæðar fréttir að Jóhann sé nú búinn að gera sinn fyrsta samning við félagið og verður afar spennandi að fylgjast áfram með framgöngu hans.
Ingólfur Jóhannsson og Guðný Berglind Garðarsdóttir stolt með sínum manni