Flýtilyklar
KA - Stál-Úlfur kl. 14:00 í dag | Beint á KA-TV
Blakveislan heldur áfram í dag eftir landsliðspásu þegar KA tekur á móti Stál-Úlf í úrvalsdeild karla klukkan 14:00 í KA-Heimilinu. KA liðið vann frábæran 1-3 útisigur á HK í síðasta leik sínum og alveg klárt að strákarnir ætla sér önnur þrjú stig gegn liði Stál-Úlfs.
Ársmiðasalan er í fullum gangi hjá blakdeildinni en ársmiðinn gildir á alla heimaleiki karla- og kvennaliðs KA í úrvalsdeildunum. Miðinn kostar 12.000 krónur og er hægt að kaupa miða bæði í gegnum Stubb miðasöluapp eða í hurðinni á heimaleikjum okkar.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á KA-TV en aðgangur að útsendingunni kostar 800 krónur og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: