Frábær frammistaða á Íslandsmóti 15-19 ára í júdó.

Júdó
Íslandsmót 15-16 ára og 17-19 ára fór fram um helgina í Reykjavík.  KA átti 5 keppendur á mótinu, upphaflega áttu þeir að vera talsvert fleiri en veikindi og önnur afföll settu strik í reikninginn.  En frammistaðan var ekki af verri endanum en hún var eftirfarandi:
Helga Hansdóttir:  Helga var valinn júdókona ársins 2010 svo mikil pressa var á henni á þessu móti.  Hún slasaðist alvarlega á höfði í byrjun árs og þarf því að fara varlega.  Það breytti engu á þessu móti, hún sigraði mjög sannfærandi í -63kg flokki 17-19 ára.
Kristín Ásta Guðmundsdóttir:  Hún keppti í sama flokki og Helga og lenti í 3. sæti eftir hörkubaráttu.
Karl Stefánsson:  Hann keppti í +90kg flokki 15-16 ára og sigraði örugglega.
Breki Bernharðsson:  Hann keppti í -73kg flokki 15-16 ára.  Breki er uppalinn í Frakklandi og lærði júdó þar.  Þetta var hans fyrsta mót á Íslandi og er óhætt að segja að hann hafi vakið mikla athygli með frábærri frammistöðu.
Þorgeir Hávarsson:  Hann keppti í -60kg. flokki 15-16 ára og átti sitt langbesta mót og sigraði glæsilega.

Strákarnir kepptu síðan í sveitakeppni 15-16 ára.  Í sveitakeppni eru 5 í liði en þar sem að þeir voru bara 3 urðu þeir að byrja hverja viðureign 0-2 undir.  Þrátt fyrir það voru þeir í hörkubaráttu um gullið og voru grátlega nálægt því, en náðu því ekki og urðu í 3. sæti sem er frábær árangur miðað við hversu þunnskipað lið þeirra var.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is