Strandhandboltamót KA/Þórs um Versló! (skráningarfrestur til föstudagsins 2. ágúst )

Handbolti
Strandhandboltamót KA/Þórs um Versló!  (skráningarfrestur til föstudagsins 2. ágúst )
Ekki missa af geggjaðri skemmtun um versló!

Handknattleiksdeild KA/Þórs í samvinnu við EINNI MEÐ ÖLLU verður með strandhandboltamót sunnudaginn 4. ágúst fyrir bæði krakka og fullorðna. Mótið fer fram á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi

Krakkamót fyrst 

Krakkamót hefst kl 10:45 sunnudaginn  4. ágúst í samvinnu með einni með öllu, Icwear, Poweraid og Sprettsins. 

Lengd mótsins fer eftir fjölda liða. Að minnsta kosti þurfa fjórir leikmenn að vera í hverju liði og leikur markmaður með í sókninni.

Þátttökugjaldið er 15.000 krónur á lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið í gjaldinu er pizzuveisla. Lokað verður fyrir skráningu föstudaginn   2. ágúst . Skráning fer fram hjá agust@ka.is. Mikilvægt er að taka fram nafn á liði við skráningu!

 Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Því er um að gera að skrá sig sem allra fyrst!

Mótið verður spilað á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi og verður leikið í blönduðum flokki, það er að segja strákar og stelpur munu spila saman. Fjórir eru inná í hverju liði, þar af einn í marki.

Strandhandbolti hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi undanfarin ár og lofum við miklu stuði enda ræður léttleikinn ráðum í sandinum. Flott mark gildir tvöfalt og því um að gera að sýna sínar bestu hliðar, við lofum svo að sjálfsögðu mikilli sól!

Fullorðinsmót 

Fullorðinsmótið fer fram eftir að krakkamótinu lýkur c.a kl og hefst klukkan 14 (2008 módel og eldri). Lengd mótsins fer eftir fjölda liða á mótinu. Þátttökugjaldið er 25.000 krónur á lið og er hámark 5 í hverju liði. Innifalið í gjaldinu er léttar veitingar og nóg af ísköldum drykkjum. Vegleg verðlaun frá ICEWEAR  verða veitt fyrir sigurliðið og einnig fyrir bestu tilþrifin og bestu búningana.

 

Ekki missa af frábærri skemmtun um Verslunarmannahelgina á Akureyri, það er nóg um að vera bæði fyrir krakka og fullorðna. Sjoppa verður á svæðinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is