KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag

Handbolti
KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag
Handboltinn er að hefjast! (mynd: Þórir Tryggva)

KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag er strákarnir sækja heimamenn í Selfoss heim klukkan 18:30 í Set höllinni. Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi handboltavetur en fyrsti leikur tímabilsins er 9. september næstkomandi að Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti okkar liði.

Á Ragnarsmótinu leikur KA í riðli með Selfyssingum og Aftureldingu. Í hinum riðlinum leika Fram, ÍBV og Hörður og eru því einungis lið úr efstu deild á mótinu. Sigurvegarar riðlanna mætast í úrslitaleik, liðin í 2. sæti riðlanna leika um bronsið og loks er keppt um 5. sætið.

Allir leikir mótsins eru sýndir beint á SelfossTV og því auðvelt að fylgjast með gangi mála ef þú kemst ekki í Set höllina.

Smelltu hér til að opna SelfossTV rásina

Selfoss og Afturelding mættust á mánudeginum þar sem Mosfellingar fóru með 32-34 sigur af hólmi. KA mætir eins og fyrr segir liði Selfoss í kvöld og á morgun, fimmtudag, mæta strákarnir liði Aftureldingu, einnig klukkan 18:30.

Það kemur svo í ljós um hvaða sæti strákarnir spila í kjölfarið og hvetjum við ykkur eindregið til að koma ykkur í handboltagírinn og fylgjast með gangi mála hjá strákunum. Við höfum verið að taka mikilvæg skref fram á við undanfarin ár og spennandi að sjá hvernig liðinu okkar mun reiða af á komandi vetri.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is