Fimm frá KA í U16 sem mætir Færeyjum

Handbolti

KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson.

Heimir Örn Árnason og Hrannar Guðmundsson stýra landsliðinu og verður spennandi að fylgjast með strákunum spreyta sig gegn Færeyingum en undirbúningur fyrir leikina hefst 3. júní.

Strákarnir hafa allir verið fastamenn í landsliðshópunum undanfarin ár en þeir eru ríkjandi Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar með KA í 4. flokki og hafa raunar ekki tapað leik undanfarin ár. Við óskum strákunum til hamingju með valið en næsta verkefni er úrslitakeppnin þar sem barist er um Íslandsmeistaratitilinn en þar er KA komið í undanúrslit.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is