Flýtilyklar
25.06.2024
Myndaveislur frá síðustu heimaleikjum
Við búum svo vel hér í KA að við fáum reglulega myndaveislur frá keppnisleikjum félagsins frá ljósmyndurum bæjarins. Hér birtum við nokkrar myndaveislur frá síðustu heimaleikjum í fótboltanum í boði þeirra Þóris Tryggvasonar og Sævars Geirs Sigurjónssonar
Lesa meira
03.06.2024
Yfirlýsing vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra
Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.
Lesa meira
30.05.2024
Gleðin við völd á laugardaginn þegar KA tekur á móti ÍA | Mættu snemma
Gleðin verður við völd í KA-heimilinu og á Greifavellinum á laugardaginn þegar KA tekur á móti ÍA í bestu deild karla! Tilvalið að mæta snemma og styðja KA til sigurs
Lesa meira
23.05.2024
Thomas Danielsen í þjálfarateymi KA
Knattspyrnudeild KA hefur fengið Thomas Danielsen til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks karla en Thomas er gríðarlega fær afrekssálfræðingur. Thomas þekkir vel til félagsins en hann var áður í þjálfarateymi KA sumarið 2022 og mun hann án nokkurs vafa lyfta starfi okkar upp á enn hærra plan
Lesa meira
22.05.2024
Frábær heimasigur á Fylki (myndaveislur)
KA vann frábæran 4-2 heimasigur á Fylkismönnum í 7. umferð Bestudeildarinnar. Strákarnir fylgdu þar eftir góðum sigri á Vestra í bikarnum á dögunum og klárt að liðið er búið að finna taktinn og bjóða þeir Þórir Tryggvason og Sævar Geir Sigurjónsson upp á myndaveislur frá leiknum
Lesa meira
16.05.2024
Myndaveislur er KA fór áfram í bikarnum
KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með sannfærandi 3-1 heimasigri á liði Vestra í landsbyggðarslag á Greifavellinum. KA liðið lék einn sinn besta leik í sumar og eru strákarnir nú þriðja árið í röð komnir áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar
Lesa meira
08.05.2024
Komdu í fótbolta! Sumaræfingar hafnar
Fótboltasumarið er hafið og hvetjum við alla áhugasama til að mæta á æfingu. Við leggjum mikinn metnað í starfið okkar og tökum vel á móti nýjum iðkendum
Lesa meira
24.04.2024
Bikarinn hefst á morgun - KA-TV í beinni
KA hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun, fimmtudag, þegar strákarnir okkar taka á móti ÍR-ingum í 32-liða úrslitum keppninnar klukkan 15:00. Strákarnir fóru eftirminnilega í Bikarúrslitaleikinn í fyrra og við ætlum okkur annað ævintýri í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur á Greifavellinum, áfram KA
Lesa meira
16.04.2024
Myndaveislur Þóris frá síðustu heimaleikjum
Það er heldur betur búið að vera nóg í gangi á KA-svæðinu undanfarna daga en meistaraflokkslið félagsins léku fjóra heimaleiki á fjórum dögum frá föstudegi til mánudags. Þórir Tryggvason ljósmyndari var eins og svo oft áður á svæðinu og býður til myndaveislu frá öllum leikjunum
Lesa meira
09.04.2024
Myndaveislur frá fyrsta heimaleiknum
Fótboltaveisla sumarsins fór af stað á sunnudaginn er KA tók á móti HK í fyrstu umferð Bestudeildarinnar. Aðstæður voru nokkuð krefjandi en engu að síður mættu tæplega 500 manns á leikinn og þökkum við ykkur kærlega fyrir stuðninginn
Lesa meira