Þór/KA mætir FH á Greifavellinum

Úrslitakeppnin í Bestu deild kvenna hefst á morgun, laugardag, þegar Þór/KA tekur á móti FH. Leikið verður á Greifavellinum en stelpurnar okkar munu spila þá heimaleiki sem eftir eru af tímabilinu á Greifavellinum og er það ákaflega gaman að fá þær upp á KA-svæðið
Lesa meira

Mikael Breki æfir með Molde FK

Mikael Breki Þórðarson, leikmaður KA, æfir með Molde FK þessa dagana. Mikael er gríðarlega mikið efni en hann er fæddur árið 2007 og hefur komið við sögu í þremur leikjum KA á tímabilinu
Lesa meira

Tilboð á flugi fyrir bikarúrslitin!

KA og Víkingur mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins laugardaginn 21. september næstkomandi á Laugardalsvelli. Þetta er annað árið í röð sem strákarnir okkar eru í bikarúrslitum og klárt að við þurfum að fjölmenna í stúkuna til að landa titlinum!
Lesa meira

September og vetrartafla fótboltans

Vetrarstarfið í fótboltanum er framundan og birtum við hér æfingatöflu september mánaðar sem og vetrartöfluna sem tekur gildi 1. október. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki
Lesa meira

Bikarúrslit 21. september!

Nú er loksins komið á hreint að bikarúrslitaleikur KA og Víkings fer fram á Laugardalsvelli þann 21. september. Við munum kynna tilboð á flugi með Icelandair sem og hópferð með rútu á næstu dögum.
Lesa meira

Dagur Ingi Valsson í KA

KA og Keflavík hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Dags Inga Valssonar til KA. Dagur Ingi er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með Keflvíkingum frá árinu 2019. Hann gerir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2025
Lesa meira

Myndaveislur er strákarnir tryggðu bikarúrslit

KA tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins með stórkostlegum 3-2 sigri á Valsmönnum á Greifavellinum á dögunum. Þetta verður í fimmta skiptið sem KA leikur til úrslita í bikarnum en þar mæta strákarnir liði Víkings og er þetta annað árið í röð sem liðin mætast í úrslitunum
Lesa meira

Darko Bulatovic snýr aftur í KA!

Darko Bulatovic hefur snúið aftur í raðir KA en hann skrifaði undir samning út núverandi tímabil við knattspyrnudeild félagsins. Þessi 34 ára gamli Svartfellski bakvörður lék með KA sumarið 2017 og ansi gott að fá inn leikmann á miðju tímabili sem þekkir til félagsins
Lesa meira

Bikarúrslit í húfi á morgun!

Kæra KA-fólk, nú þurfum við á ykkar stuðning að halda þegar strákarnir okkar taka á móti Val á þriðjudaginn klukkan 18:00 á Greifavellinum. Sæti í sjálfum bikarúrslitum er undir og klárt að við ætlum okkur þangað
Lesa meira

Kappa markmannsþjálfari KA út 2026

Markmannsþjálfarinn Michael Charpentier Kjeldsen eða Kappa eins og hann er iðulega kallaður hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA út keppnistímabilið 2026. Kappa hóf störf hjá félaginu í janúar á þessu ári og hefur komið af miklum krafti inn í starfið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is