Máni Dalstein skrifar undir samning út 2025

Fótbolti
Máni Dalstein skrifar undir samning út 2025
Hallgrímur og Máni við undirritunina

Máni Dalstein Ingimarsson skrifaði á dögunum undir samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út keppnistímabilið 2025. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Máni sem er efnilegur miðvörður er fæddur árið 2006 og er í lykilhlutverki í 2. flokki KA.

Máni er spennandi leikmaður en hann hefur verið lánaður til Dalvík/Reynis og mun leika með þeim út Lengjubikarinn en í sumar mun hann leika með 2. flokk.

"Við erum ánægðir með að Máni Dalstein hefur skrifað undir samning við okkur þar sem við teljum að hugarfarið hans er til fyrirmyndar. Hann er einnig öflugur íþróttamaður. Það er svo undir honum komið að taka áfram jákvæð skref og þannig að færast nær því að geta spilað fyrir meistaraflokk í framtíðinni" sagði Aðalbjörn Hannesson yfirmaður knattspyrnumála hjá KA.

Við óskum Mána innilega til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með framgöngu hans í gula og bláa búningnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is