Flýtilyklar
01.05.2020
Stórafmæli í Maí
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
Lesa meira
25.04.2020
Losnaðu við flöskurnar og styrktu KA!
Nú þegar sumarhreingerningin er komin á fullt er KA komið með gám á félagssvæði sitt þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA
Lesa meira
15.04.2020
Aðalfundur KA og deilda félagsins
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 30. apríl klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Þá munu aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram milli klukkan 17:00 og 18:00
Lesa meira
01.04.2020
Stórafmæli í apríl
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og þar koma fram nöfn þeirra skráðra félagsmanna sem hafa átt stórafmæli undanfarna mánuði. Nöfnum þeirra er raðað eftir því hvenær í mánuðinum þeir eiga afmæli
Lesa meira
30.03.2020
Starf sjálfboðaliða KA er ómetanlegt
Starf íþróttafélaga er að miklu leiti háð starfi sjálfboðaliða og erum við í KA gríðarlega þakklát þeim fjölmörgu félagsmönnum sem koma að því að láta okkar mikla starf í öllum deildum ganga upp
Lesa meira
26.03.2020
KA Meistarinn fer í loftið!
Í KA Meistaranum keppast deildir innan KA við í skemmtilegri spurningakeppni um titilinn að verða KA Meistarinn. Spyrill er Siguróli Magni Sigurðsson og stigavörður er Egill Ármann Kristinsson. Þættirnir voru teknir upp fyrir jólin 2018 en fyrst nú hefur gefist almennilegur tími til að vinna þættina og birtum við þá hér næstu daga
Lesa meira
20.03.2020
KA-Heimilinu og öðrum íþróttamannvirkjum lokað
Öllum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar verður lokað á meðan samkomubann er í gildi að að frátöldum sundlaugum. Fyrr í dag kom tilkynning frá ÍSÍ um að æfingar yngriflokka falli niður á meðan samkomubannið er í gildi en nú er ljóst að KA-Heimilinu verður einfaldlega lokað
Lesa meira
20.03.2020
Engar æfingar í samkomubanninu
Engar æfingar verða hjá yngriflokkum KA sem og hjá öðrum félögum á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Við birtum hér yfirlýsingu ÍSÍ og hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til að fara áfram varlega
Lesa meira
18.03.2020
Herrakvöldi KA frestað um óákveðinn tíma
Herrakvöld KA sem fram átti að fara laugardaginn 28. mars næstkomandi með pompi og prakt á Hótel KEA hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er engan bilbug að finna á okkur og við munum gera okkur glaðan dag þegar þessum óvissutímum lýkur
Lesa meira
16.03.2020
Engar æfingar næstu vikuna hjá yngri flokkum
Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið í samráði við Akureyrarbæ út frá tilkynningu frá ÍSÍ að KA-Heimilið og íþróttahús Naustaskóla verði lokað næstu vikuna. Því falla niður æfingar hjá yngri flokkum sem og allir útleigutímar á meðan. Staðan verður endurmetin í samráði við yfirvöld á ný mánudaginn 23. mars.
Lesa meira