Þakkarkveðja frá forseta Íslands

Almennt
Þakkarkveðja frá forseta Íslands
Guðni í KA-Heimilinu (mynd: Þórir Tryggva)

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti á leik KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla í handboltanum á dögunum. Ingvar Már Gíslason formaður KA sá um að taka á móti Guðna og fór vel á með þeim í stúkunni á spennuleiknum sem KA vann að lokum 25-24.


Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi, Ingvar Már Gíslason formaður KA og Hermann Haraldsson fyrrum stjórnarmaður handknattleiksdeildar KA. Myndina tók Jón Óskar Ísleifsson.

Það var mikill heiður fyrir okkur KA-menn að fá forsetann í KA-Heimilið en þess má til gamans geta að báðir bræður Guðna þeir Patrekur og Jóhannes léku báðir með KA í handboltanum á sínum tíma. Patrekur er einn af þeim sem skipar goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA eftir að hafa leikið með liðinu á árunum 1994 til 1996 en hann stýrir í dag liði Stjörnunnar sem var einmitt mótherji KA í heimsókn forsetans.

Ingvari og félaginu barst í kjölfar heimsóknarinnar þakkarbréf frá Guðna og erum við afar stolt af því hve ánægður hann var með komu sína og upplifun í KA-Heimilinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is