Íþróttafyrirlesturinn karlmennskan

Almennt

ÍBA, ÍSÍ og Akureyrarbær standa fyrir áhugaverðum íþróttafyrirlestri á fimmtudaginn þar sem fjallað er um hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og hvernig skaðleg karlmennska bitnar á strákum og körlum.

Áherslan er lögð á hvað við getum gert sem einstaklingar til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku. Markmið fyrirlestursins er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennsku hugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi.

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir iðkendur, foreldra, þjálfara, stórnendur félaga og aðra áhugasama, 16 ára og eldri. Þorsteinn V. Einarsson kennari og kynjafræðingur sér um fyrirlesturinn en hann er haldinn í Háskólanum á Akureyri klukkan 17:30 á fimmtudaginn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is