Barsvar, fótbolti og handbolti í KA-heimilinu | Dagskráin næstu daga

Almennt

Það er nóg um að vera á aðventunni hjá stórfélagi eins og KA. Hér eru helstu viðburðir félagsins næstu daga.

Í dag, fimmtudag, kl. 20:30 fer fram stórskemmtilegt BarSvar í KA-heimilinu (Pubquiz)! Siguróli Sigurðsson stjórnar herlegheitunum og verða veitingar á sanngjörnu verði! Tveir saman í liði og kostar 1500kr fyrir liðið að taka þátt.

Á morgun, föstudag,kl.20:00 tekur KA á móti Þór2 í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í Boganum. Þetta er fyrsti leikur KA á nýju tímabili en liðið er sem fyrr undir stjórn Hallgríms Jónassonar. Ekki nóg með að KA taki á móti Þór2, heldur mun KA2 taka á móti Þór 1 á laugardaginn - í Boganum kl. 19:00. Þannig það verður allur leikmannahópur KA og rúmlega það í eldlínunni um helgina.

Í handboltanum tekur KA á móti Selfoss í Krónuleiknum sem fram fer í KA-heimilinu á laugardaginn kl. 15:00. Mikið húllumhæ verður í kringum leikinn, eins og t.d. sláarkeppni og vöfflukaffi! Eitthvað sem enginn má missa af. Strax að leik loknum taka svo KA-u á móti Fram u í toppslag í Grilldeildinni. 

Karlalið KA í blaki ferðast á Ísafjörð og spilar við heimamenn þar í þýðingamiklum leik á laugardaginn og kvennalið KA fer á Neskaupsstað á miðvikudaginn kemur og spilar við Þrótt. 

Yngriflokkarnir okkar hafa líka nóg að gera en KA stendur fyrir Kids-cool-shop mótinu á laugardaginn í Boganum þar sem okkar yngstu iðkendur, frá leikskóla upp í 4. bekk taka þátt og etja að kappi við liðin hér í kring frá morgni fram til 19:00. Og í handboltanum spila stelpurnar í KA/Þór gegn Haukum í Síðuskóla kl. 14.00 og 17:00 - og strákarnir í 4. flokki spila bikarleik gegn Víking kl. 11:30 í KA-heimilinu! Eitthvað fyrir alla um helgina hjá KA!

Það er lífstíll að vera KA maður!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is