Æfingaferð 9-14 ára júdókrakka, upplýsingar.

Júdó
Æfingaferð, upplýsingar





Helgina 4.-6. nóvember ætlum við í æfingaferð til Reykjavíkur.  Tilgangur ferðarinnar er að 
æfa með öðrum krökkum og þannig að kynnast þeim án þess að keppni sé blandað inn í það.





Fyrirkomulag ferðarinnar er eftirfarandi:







Föstudagur 4. nóvember:


Kl. 16:00 Brottför frá KA-heimilinu.


Kl. 18:30 Kvöldmatur í Staðarskála.


Kl. 21:30 Komið til Reykjavíkur.


Kl. 22:30 Allir sofnaðar.







Laugardagur 5. nóvember:


Kl. 09:00 Morgunmatur.


Kl. 10:00 Júdóæfing.


Kl. 12:15 Hádegismatur.


Kl. 14:00 Júdóæfing.


Kl. 18:00 Pizzuveisla á Pizza-Hut.


Kl. 20:00 Bíó, Tinni.


Kl. 23:00 Allir sofnaðir.......einmitt :)







Sunnudagur 6. nóvember:


Kl. 09:00 Morgunmatur.


Kl. 10:00 Brottför.


Kl. 12:30 Hádegismatur í Staðarskála.


Kl. 15:30 Heimkoma að KA-heimili.







Kostnaður: Kr. 12.000 



(greiðist inn á 302-26-50530 kt. 561089-2569 í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag)

Innifalið er fargjald, fæði, gisting, bíó. (athuga, ekki morgunmatur eða kvöldhressing)





Meðferðis: Svefnpoki eða sæng og vindsæng eða dýna.

Tannbursti og handklæði.



Föt til skiptanna.



Júdógalli.  Þeir sem eiga ekki galla fá lánaðan galla hjá okkur og taka hann heim með sér.

Vasapeningur, hámark kr. 2000.  


Nesti til að borða í morgunmat og kvöldhressingu báða dagana.





Gisting: Júdófélag Reykjavíkur, Ármúla 17a






Æfingar: Júdódeild Ármanns í Laugardal.






Ef að nánari upplýsingar vantar þá getið þið hringt í mig hvenær sem er í 898-5558.
Ef að einhverjir foreldrar vilja koma með er það velkomið.
Ef að einhverjir komast ekki þá væri gott að fá að vita það í síðasta lagi á miðvikudagsmorgun.





Kveðja,



Ódi




Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is