Alexander æfir með TV Rottenburg

Alexander Arnar Þórisson verður ekki með blakliði KA í kvöld þegar liðið tekur á móti Álftanesi en Alexander æfir þessa dagana með liði TV Rottenburg sem leikur í efstu deildinni í Þýskalandi. Christophe Achten landsliðsþjálfari Íslands stýrir liði Rottenburg og bauð Alexander að koma og æfa með liðinu í þrjár vikur
Lesa meira

Breytingar á æfingatöflu blakdeildar

Smá breytingar hafa orðið á æfingatöflu blakdeildar KA og bendum við því öllum á að fara vel yfir töfluna hér fyrir ofan. Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa en frítt er að æfa í september
Lesa meira

Tveir sigrar og tvö töp fyrir austan

Karla- og kvennalið KA í blaki hófu leik í Mizunodeildunum um helgina er liðin sóttu Þrótt Neskaupstað heim. Fyrirfram var vitað að krefjandi leikir væru framundan en Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo voru fjarverandi og erfitt að fylla þeirra skarð
Lesa meira

KA er tvöfaldur Meistari Meistaranna í blaki

Það var heldur betur góð uppskera hjá blakliðum KA í gær er karla- og kvennalið félagsins börðust um titilinn Meistari Meistaranna. Bæði lið unnu alla þá titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og ljóst að öll lið landsins hafa það markmið að leggja KA að velli í ár
Lesa meira

Meistarar Meistaranna á sunnudaginn

Blaktímabilið hefst á sunnudaginn þegar karla- og kvennalið KA berjast um Meistarar Meistaranna. Leikið verður á Hvammstanga og verður virkilega spennandi að sjá standið á liðunum fyrir komandi vetur
Lesa meira

Vetrartafla Blakdeildar KA - Frítt að æfa í sept!

Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa en frítt er að æfa í september. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir magnað tímabil
Lesa meira

Paula, Elma, Mateo og Sigþór Íslandsmeistarar í strandblaki

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina og má með sanni segja að árangur leikmanna KA á mótinu hafi verið til fyrirmyndar. Í karlaflokki urðu þeir Miguel Mateo Castrillo og Sigþór Helgason Íslandsmeistarar og í kvennaflokki urðu þær Paula del Olmo og Hulda Elma Eysteinsdóttir Íslandsmeistarar
Lesa meira

Strandblaksæfingar krakka hefjast 17. júní

Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu hefjast 17. júní og ljúka 30. ágúst, vikufrí verður í lok júlí. Æfingjagjöldin eru 20.000 krónur á hvern iðkanda
Lesa meira

Brons á Smáþjóðaleikunum hjá stelpunum

Blaklandsliðin luku leik á Smáþjóðaleikunum í dag, stelpurnar mættu gestgjöfunum í Svartfjallalandi sem þurftu sigur til að tryggja sigur á mótinu. Stelpurnar þurftu hinsvegar sigur til að halda í vonina um silfurverðlaun á mótinu
Lesa meira

KA á 5 fulltrúa á Smáþjóðaleikunum

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki munu taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi á næstunni. KA á alls 5 fulltrúa í liðunum auk þess sem fyrrum leikmenn KA eru einnig áberandi í lokahópum landsliðanna
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is