Flýtilyklar
12.04.2022
Myndaveislur er bikarinn fór á loft
KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna á sunnudaginn en stelpurnar hafa verið algjörlega magnaðar í vetur. Þær unnu alla leiki sína í deildinni fyrir utan einn og eru því verðskuldaðir Deildarmeistarar auk þess sem að þær urðu Bikarmeistarar helgina áður
Lesa meira
10.04.2022
KA Deildarmeistari í blaki kvenna
KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í blaki kvenna í dag eftir sannfærandi 3-0 sigur á HK í lokaumferð deildarinnar. Titillinn var í höfn fyrir leik en stelpurnar sem hafa verið magnaðar í vetur keyrðu áfram á fullri ferð og fóru með afar sanngjarnan sigur af hólmi
Lesa meira
08.04.2022
Bikarinn á loft og mikilvægir leikir strákanna
Úrvalsdeildum karla- og kvenna í blaki lýkur um helgina en bæði karla- og kvennalið KA leika heimaleiki. Stelpurnar okkar sem urðu Bikarmeistarar á dögunum eru einnig orðnar Deildarmeistarar og munu lyfta bikarnum í leikslok á sunnudaginn er þær taka á móti HK
Lesa meira
04.04.2022
Aðalfundur KA og deilda félagsins í vikunni
Við minnum á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA
Lesa meira
04.04.2022
KA Kjörísbikarmeistari kvenna 2022!
KA er Bikarmeistari í blaki kvenna eftir stórkostlegan sigur á Aftureldingu í ótrúlegum úrslitaleik. KA og Afturelding hafa verið langbestu lið vetrarins, hafa unnið alla sína leiki gegn öðrum liðum landsins og því um algjöran draumaúrslitaleik að ræða
Lesa meira
30.03.2022
Úrslitin í Kjörísbikarnum um helgina
Það er stór helgi framundan í blakheiminum þegar úrslitin ráðast í Kjörísbikarnum. Karla- og kvennalið KA verða í eldlínunni og alveg ljóst að bæði lið ætla sér áfram í úrslitaleikinn. Úrslitahelgi Kjörísbikarsins er í raun stóri viðburðurinn í blakheiminum ár hvert og frábært að bæði okkar lið séu með í ár
Lesa meira
22.03.2022
Aðalfundur KA og deilda félagsins
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA
Lesa meira
15.03.2022
Heimaleikur gegn Völsung á morgun
KA tekur á móti Völsung annaðkvöld, miðvikudag, klukkan 20:15 í úrvalsdeild kvenna í blaki. Stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur á Aftureldingu í síðasta leik sem færði liðið skrefi nær Deildarmeistaratitlinum en KA og Afturelding eru langefst í deildinni
Lesa meira
14.03.2022
Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins
Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki í dag og voru karla- og kvennalið KA að sjálfsögðu í pottinum. Bikarúrslitahelgin er í raun stærsti punkturinn á blaktímabilinu og algjörlega frábært að bæði okkar lið taki þátt í þeirri veislu
Lesa meira
04.03.2022
Stórkostlegur sigur KA í toppslagnum
KA vann heldur betur glæsilegan og mikilvægan 3-0 sigur á Aftureldingu í uppgjöri toppliða úrvalsdeildar kvenna í blaki í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn og langefst í deildinni en KA lagði Aftureldingu í Mosfellsbænum og Afturelding vann sigur í KA-Heimilinu fyrr í vetur en það eru einu töp liðanna í deildinni
Lesa meira