Flýtilyklar
Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins
Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki í dag og voru karla- og kvennalið KA að sjálfsögðu í pottinum. Bikarúrslitahelgin er í raun stærsti punkturinn á blaktímabilinu og algjörlega frábært að bæði okkar lið taki þátt í þeirri veislu.
Undanúrslit karla fara fram föstudaginn 1. apríl og drógust strákarnir okkar gegn liði Vestra en leikurinn fer fram klukkan 20:00. Í fyrri undanúrslitaviðureigninni eigast við HK og Hamar og verður spennandi að sjá hvort strákunum takist að tryggja sig inn í úrslitaleikinn sjálfan.
Undanúrslit kvenna fara hinsvegar fram laugardaginn 2. apríl og drógust stelpurnar gegn Þrótti Fjarðabyggð, en leikurinn fer fram klukkan 15:30. Í fyrri undanúrslitaleiknum mætast Afturelding og Álftanes og gæti því draumaúrslitaleikur KA og Aftureldingar enn átt sér stað.
Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudeginum 2. apríl en allir leikir fara fram í Digranesi í Kópavogi. Karlarnir munu ríða á vaðið klukkan 13:00 og konurnar taka svo við klukkan 15:15 eða örlítið síðar ef úrslitaleikur karla dregst á langinn.
Úrslitaleikirnir á sunnudeginum verða sýndir beint á RÚV en undanúrslitaleikirnir verða í beinni á YouTube rás Blaksambands Íslands. Blakveisla framundan!