Adam Brands hættir júdóþjálfun

Adam Brands Þórarinsson hefur nú ákveðið að hætta þjálfun. Adam hefur verið burðarás júdóíþróttarinnar á Akureyri í fjölmörg ár og þjálfað upp fjölmarga frábæra júdóiðkendur.
Lesa meira

Aðalfundur KA er á fimmtudaginn

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn á fimmtudaginn klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Auk þess eru aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar á miðvikudag og fimmtudag
Lesa meira

KA-Heimilinu og öðrum íþróttamannvirkjum lokað

Öllum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar verður lokað á meðan samkomubann er í gildi að að frátöldum sundlaugum. Fyrr í dag kom tilkynning frá ÍSÍ um að æfingar yngriflokka falli niður á meðan samkomubannið er í gildi en nú er ljóst að KA-Heimilinu verður einfaldlega lokað
Lesa meira

Engar æfingar í samkomubanninu

Engar æfingar verða hjá yngriflokkum KA sem og hjá öðrum félögum á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Við birtum hér yfirlýsingu ÍSÍ og hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til að fara áfram varlega
Lesa meira

Engar æfingar næstu vikuna hjá yngri flokkum

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið í samráði við Akureyrarbæ út frá tilkynningu frá ÍSÍ að KA-Heimilið og íþróttahús Naustaskóla verði lokað næstu vikuna. Því falla niður æfingar hjá yngri flokkum sem og allir útleigutímar á meðan. Staðan verður endurmetin í samráði við yfirvöld á ný mánudaginn 23. mars.
Lesa meira

Helgarfrí hjá KA

Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar tekið þá ákvörðun að fresta öllum æfingum um helgina og mun endurmeta stöðuna á mánudaginn 16. mars
Lesa meira

Þjónustukönnun KA

KA er nú með veigamikla þjónustukönnun í gangi þar sem leitast er eftir svörum frá foreldrum iðkenda félagsins. Markmiðið er að við áttum okkur á styrkleikum starfs okkar sem og vanköntum svo við getum bætt í og gert starf okkar enn betra
Lesa meira

Júdómóti frestað vagna covid-19

Júdómót JSÍ sem fyrirhugað var í KA heimilinu laugardaginn 14. mars hefur verð frestað vegna covid-19.
Lesa meira

Tvö brons á RIG

Reykjavíkurleikarnir (RIG) standa nú yfir en RIG alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár var met þátttaka í júdó og hefur þátttaka verið að aukast með árunum en keppendur voru nú um 70
Lesa meira

Mateo annar í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Kjör íþróttamanns Akureyrar árið 2019 fór fram í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi. Valin var bæði íþróttakarl og íþróttakona ársins en að þessu sinni hlutu listhlaupakonan Aldís Kara Bergsdóttir og kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson sæmdarheitið
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is