Flýtilyklar
17.05.2023
Lokahóf yngriflokka á föstudaginn
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs í handbolta verður haldið á föstudaginn klukkan 15:00 í KA-Heimilinu. Mögnuðum handboltavetri er að ljúka og við hæfi að kveðja tímabilið með stæl með skemmtilegum leikjum og fjölbreyttri dagskrá
Lesa meira
10.05.2023
Dagur Gauta til liðs við ØIF Arendal
Dagur Gautason hefur skrifað undir samning við norska liðið ØIF Arendal. Þetta er gríðarlega spennandi skref hjá okkar manni og óskum við honum góðs gengis í norsku úrvalsdeildinni
Lesa meira
06.05.2023
Matea og Einar Rafn best í handboltanum
Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á dögunum þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og sjálfboðaliðar gerðu upp nýlokinn vetur. Breytingar eru framundan bæði hjá karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs og voru nokkrir mikilvægir einstaklingar heiðraðir fyrir þeirra framlag til handboltans
Lesa meira
03.05.2023
Andri Snær lætur staðar numið með KA/Þór
Andri Snær Stefánsson hefur tilkynnt stjórn KA/Þórs að hann muni láta staðar nema og hætta þjálfun á liði meistaraflokks félagsins. Andri Snær hefur stýrt meistaraflokki KA/Þórs undanfarin þrjú tímabil og má með sanni segja að sá kafli hafi verið heldur betur blómlegur og voru stór skref stigin fram á við
Lesa meira
26.04.2023
Kristján Gunnþórs framlengir um tvö ár
Kristján Gunnþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Kristján sem er 19 ára gamall sýndi frábæra takta í vetur en þessi örvhenti kappi getur bæði leikið í skyttu og horni
Lesa meira
25.04.2023
Ísak Óli framlengir næstu tvö árin
Ísak Óli Eggertsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Ísak Óli sem er 18 ára gamall er afar spennandi leikmaður sem hefur unnið sig inn í stærra hlutverk í meistaraflokk og tók þátt í 13 leikjum í vetur
Lesa meira
25.04.2023
Magnús Dagur framlengir um tvö ár
Magnús Dagur Jónatansson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Magnús sem er enn aðeins 16 ára gamall hefur þrátt fyrir ungan aldur tekið sín fyrstu skref í meistaraflokki og tók þátt í þremur leikjum á nýliðnum vetri
Lesa meira
17.04.2023
Úrslitakeppnin byrjar hjá stelpunum í KA/Þór
KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni í kvöld þegar stelpurnar okkar sækja Stjörnuna heim klukkan 18:00 í TM-Höllinni. Vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í undanúrslitin og stelpurnar eru að sjálfsögðu klárar að byrja vel
Lesa meira
13.04.2023
Jens Bragi framlengir um tvö ár
Jens Bragi Bergþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Jens sem er enn aðeins 16 ára gamall lék 11 leiki með meistaraflokksliði KA á nýliðnu tímabili þar sem hann gerði 17 mörk, þar af 6 í heimaleik gegn Selfyssingum
Lesa meira
11.04.2023
Hilmar Bjarki framlengir um tvö ár
Hilmar Bjarki Gíslason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar góðar fréttir en Himmi sem verður tvítugur í sumar hefur unnið sig jafnt og þétt í stærra hlutverk í okkar öfluga liði
Lesa meira