Svekkjandi tap í Grindavík

Fótbolti
Svekkjandi tap í Grindavík
Mark Grímsa dugđi ekki í Grindavík

KA sótti Grindvíkinga heim í nýliđaslag í 10. umferđ Pepsi deildar karla. Bćđi liđ höfđu byrjađ mótiđ af krafti og var búist viđ hörkuleik sem úr varđ.

Grindavík 2 - 1 KA
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('19)
1-1 Marinó Axel Helgason ('70)
2-1 Andri Rúnar Bjarnason ('81, víti)


Í umfjöllun RÚV um leikinn má sjá mörkin og helstu atvik

Liđ KA:

Rajko, Bjarki Ţór, Davíđ Rúnar, Callum, Darko, Aleksandar, Almarr, Hallgrímur, Emil Lyng, Ásgeir og Elfar.

Bekkur:

Aron Dagur, Baldvin, Ólafur Aron, Steinţór Freyr, Ívar Örn, Hrannar og Daníel.

Skiptingar:

Ásgeir út – Steinţór Freyr inn (’76)
Bjarki Ţór út – Daníel inn (’83)
Hallgrímur Mar út – Hrannar Björn inn (’87)

Davíđ Rúnar Bjarnason kom í fyrsta skiptiđ inn í byrjunarliđ KA og lék í miđri vörninni ásamt Callum og ţví gat Aleksandar Trninic loks spilađ aftur á miđjunni.

KA hóf leikinn af gríđarlegum krafti og var alveg ljóst ađ menn ćtluđu sér ađ ná marki snemma. Heimamenn voru á sama tíma í vandrćđum og lágu vel til baka til ađ verjast sóknarlotum okkar manna.

En markiđ lá í loftinu og ţađ kom á 19. mínútu ţegar ađ Almarr vann boltann viđ hliđarlínuna og í kjölfariđ átti Ásgeir sendingu á Hallgrím Mar sem ákvađ ađ ţruma ađ marki af 25 metra fćri og boltinn söng í netinu, algjörlega óverjandi fyrir Jajalo í markinu.

Grindvíkingar áttu stuttu síđar sína fyrstu sókn og Davíđ Rúnar braut á Andra Rúnari sem hefur veriđ funheitur fyrir framan markiđ og vítaspyrna dćmd. En Andra brást bogalistin og skaut í stöng og út.

Heimamenn sóttu í sig veđriđ í kjölfariđ á sama tíma og KA virtist bakka og vilja verja forskotiđ. En á 40. mínútu átti Jajalo markvörđur Grindvíkinga hörmulega sendingu fram sem fór beint á Emil Lyng, Jajalo var langt frá markinu en Emil vippađi of hátt og skaut ţví yfir markiđ.

Stađan var ţví 0-1 okkar mönnum í vil ţegar flautađ var til hálfleiks en ţađ voru nokkrar blikur á lofti enda höfđu heimamenn náđ fínum tökum á leiknum á sama tíma og okkar menn voru farnir ađ verja forskotiđ.

Í upphafi síđari hálfleiks átti Aron Freyr óvćnt skot fyrir utan teig sem small í ţverslánni og strax mínútu síđar var mikil hćtta í teig KA eftir ađ Rajko hafđi ekki náđ ađ kýla boltann í burtu en Elfar Árni gerđi vel í ađ koma sér fyrir skot Andra Rúnars.

Ţađ var svo á 70. mínútu ađ jöfnunarmarkiđ kom en Ásgeir átti slaka móttöku og Marinó Axel Helgason náđi boltanum viđ teig KA, tók ţríhyrningsspil viđ Andra Rúnar og klárađi vel.

Tíu mínútum síđar sótti Marinó svo vítaspyrnu ţegar hann sótti boltann í teigshorninu en Bjarki Ţór gáđi ekki ađ sér og tók hann niđur. Í ţetta skiptiđ skorađi Andri Rúnar hinsvegar og heimamenn skyndilega búnir ađ snúa leiknum sér í vil.

Okkar liđ reyndi hvađ ţađ gat til ađ jafna metin og komst nálćgt ţví í uppbótartíma ţegar Elfar Árni átti skalla rétt framhjá. 2-1 sigur heimamanna ţví stađreynd og svekkjandi ađ fá ekkert útúr leiknum.

Nivea KA-mađur leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (Ţađ var kraftur í Grímsa og hann gaf ekki tommu eftir. Gerđi mark okkar liđs uppúr nánast engu. )


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband