Svekkjandi tap gegn Gróttu

Handbolti
Svekkjandi tap gegn Gróttu
Gulu bolirnir voru áberandi (mynd: Ţórir Tryggva)

KA tók á móti Gróttu í 4. umferđ Olís deildar karla en báđum liđum var spáđ baráttu í neđri hluta deildarinnar og ţví ljóst ađ mikilvćg stig vćru í húfi. Leikurinn vakti mikla athygli ţar sem ágóđi af miđasölu rann til fjölskyldu Fanneyjar Eiríksdóttur og Ragnars Snćs Njálssonar. Mćtingin var til fyrirmyndar og var frábćr stemning í KA-Heimilinu.

Gestirnir frá Seltjarnarnesi leiddu leikinn á upphafsmínútunum og leiddu ţeir 2-4 er 10 mínútur voru búnar af leiknum. Ţá kom flottur kafli hjá KA liđinu sem skorađi nćstu ţrjú mörk og stjórnina í leiknum. Varnarleikurinn var frábćr og var sem helsti möguleiki gestanna á marki vćri ađ ná hröđum sóknum.

Sóknarleikur KA gekk sem smurđ vél, ţrátt fyrir ađ Hreiđar Levý Guđmundsson ćtti flottan leik í marki gestanna komst KA í 14-9 rétt fyrir hálfleikinn og virtist algjörlega vera međ leikinn í höndum sínum. Hálfleikstölur voru 14-10 og vakti athygli ađ Einar Jónsson ţjálfari Gróttu fékk ađ halda hálfgerđan fund međ dómurum leiksins í hléinu.

Í upphafi síđari hálfleiks fengu strákarnir ţó nokkra sénsa á ađ stinga Gróttu alveg af en klaufaskapur í sókninni kostađi ansi mikiđ og gestirnir nýttu sér ţađ. Á sama tíma virtist einnig sem ađ áhersla dómaraparsins hefđi breyst og féll lítiđ međ okkar liđi. Skyndilega breyttist stađan úr 16-11 yfir í 17-19.

Mest komust Gróttumenn í ţriggja marka forskot, en međ ađstođ áhorfenda komu strákarnir til baka og minnkuđu muninn. Ţví miđur tókst liđinu aldrei ađ jafna metin og má ţar nefna sem dćmi ţrefalda markvörslu Hreiđars Levý í algjörum dauđafćrum í einni af síđustu sóknum KA.

Lokatölur voru ţví KA 21 Grótta 22 og gríđarlega svekkjandi tap stađreynd. KA liđiđ var algjörlega međ leikinn í höndum sér og fékk dauđafćri á ađ gera útum hann en ţađ tókst ekki. 19 glatađir boltar er tala sem segir allt og ţađ er erfitt ađ vinna handboltaleiki međ slíkri frammistöđu.

Ţrátt fyrir ţađ var ýmislegt jákvćtt, uppstilltur varnarleikur var frábćr og virđist vera ađ fá liđ geti opnađ 3-2-1 vörn KA ađ ráđi ţegar strákarnir ná ađ bakka og stilla upp. Sóknarleikurinn var flottur í fyrri hálfleik en féll algjörlega í ţeim síđari, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar.

KA er ţví áfram međ 4 stig í deildinni og hefur nú tapađ tveimur mikilvćgum leikjum í röđ. Ţađ er áfram mikilvćgur leikur framundan ţví strákarnir sćkja Stjörnuna heim í nćstu umferđ. Garđbćingar eru í neđsta sćti deildarinnar án stiga og ţví mikilvćgt ađ landa stigunum í ţeim leik.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband