Stjarnan sló Ţór/KA út í Bikarnum

Fótbolti
Stjarnan sló Ţór/KA út í Bikarnum
Varnarmúr Stjörnunnar var sterkur (mynd: Ţ.Tr.)

Ţađ var enginn smá leikur á Ţórsvelli í dag ţegar Ţór/KA tók á móti Stjörnunni í 16-liđa úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan fór alla leiđ í bikarúrslitin í fyrra einmitt eftir ađ hafa slegiđ út okkar liđ og voru okkar stelpur stađráđnar í ađ hefna fyrir tapiđ í fyrra enda stefnan ađ vinna alla bikarana sem í bođi eru.

Ţór/KA 0 - 2 Stjarnan
0-1 Guđmunda Brynja Óladóttir ('18)
0-2 Birna Jóhannsdóttir ('39)

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir kom aftur inn í mark Ţórs/KA en hún hafđi í vikunni unniđ brons í spjótkasti á Vormóti HSK. Leikurinn fór rólega af stađ, Ţór/KA var meira međ boltann en beitti mest löngum sendingum inn fyrir sem hugsađar voru fyrir Söndru Mayor en ţađ kom lítiđ útúr ţví.

Á 18. mínútu kom fyrsta markiđ og ţađ var furđulegt svo ekki sé meira sagt. Guđmunda Brynja Óladóttir framherji Stjörnunnar átti ađ ţví er virtist máttlítiđ skot fyrir utan teig en Bryndís Lára rann til í markinu og gat ţví lítiđ gert annađ en ađ horfa á boltann sigla í netiđ.

Stađan orđin 0-1 fyrir gestina og visst kjaftshögg í upphafi leiks enda hafđi varla veriđ fćri í leiknum. Áfram gekk okkar liđi erfiđlega ađ finna glufur á Stjörnuvörninni en markiđ virti gefa gestunum aukinn kraft og sjálfstraust.

Á 32. mínútu gerđu gestirnir mjög vel ţegar ţćr spiluđu sig í úrvalsfćri og Katrín Ásbjörnsdóttir átti gott skot á markiđ sem Bryndís Lára gerđi meistaralega í ađ verja, ţarna bćtti hún svo sannarlega upp fyrir markiđ. Skömmu síđar fékk Sandra Mayor aukaspyrnu vinstra megin viđ mark gestanna, Anna Rakel Pétursdóttir tók spyrnuna en hún fór rétt framhjá.

Stjörnunni gekk mun betur ađ koma sér í fćri og ţćr tvöfölduđu forystuna á 39. mínútu ţegar Birna Jóhannsdóttir náđi boltanum eftir vörslu hjá Bryndísi Láru og skorađi í autt markiđ. Strax í kjölfariđ kom besta fćri Ţórs/KA í fyrri hálfleik ţegar Sandra Mayor gerđi vel út á kanti, kom boltanum fyrir og Hulda Ósk Jónsdóttir var alein en skalli hennar fór framhjá.

Fyrri hálfleikurinn klárlega vonbrigđi og alveg klárt mál ađ Donni hefur fariđ vel yfir málin međ stelpunum, Donni skipti Láru Einarsdóttur inná fyrir Huldu Ósk og strax á upphafssekúndum síđari hálfleiks kom Sandra Mayor sér í ákjósanlegt fćri en var á endanum flögguđ rangstćđ.

Fínn kraftur var í stelpunum í upphafi síđari hálfleiks en áfram vantađi örlítiđ uppá til ađ koma sér í alvöru fćri. Liđiđ slapp svo međ skrekkinn ţegar Harpa Ţorsteinsdóttir átti skot langt fyrir utan teig sem small í skeytunum, Bryndís var mjög framarlega og reynsla í Hörpu ađ reyna skot.

Strax á eftir var Sandra Mayor ađ sleppa í gegn en var rifin niđur rétt fyrir utan teiginn, ţrátt fyrir fína pressu tókst ekki ađ koma skoti ađ marki. Ţađ varđ svo athyglisvert atvik ţegar Birna Kristjánsdóttir í marki Stjörnunnar lenti í árekstri viđ samherja, Sandra Mayor gerđi sig líklega í ađ ţruma boltanum í autt netiđ en ţá flautađi dómari leiksins brot á Söndru sem uppskar svo gult spjald fyrir kjaftbrúk.

Stjarnan hafđi áfram gott tak á leiknum og ótrúlegt en satt ţá fékk okkar liđ varla fćri í leiknum. Mjög sjaldan sem mađur sér liđiđ spila eins og ţađ gerđi í dag. Sandra Mayor fékk ađ vísu gott tćkifćri alveg undir lok leiks en Birna varđi tvívegis frá henni og á endanum sigldu Stjörnustúlkur 0-2 sigri í hús og ţćr eru komnar áfram í 8-liđa úrslitin.

Mikil vonbrigđi en ţađ var vitađ fyrir fram ađ ţetta yrđi mjög krefjandi leikur. Nú tekur viđ smá landsliđspása ţar sem ţćr Sandra María, Anna Rakel og Arna Sif verđa í eldlínunni. Framundan eru svo nokkrir toppslagir í Pepsi deildinni og ljóst ađ stelpurnar og Donni ţurfa ađ fara vel yfir spilamennskuna í dag.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband