Sigur í fyrsta leik KA í 12 ár

Handbolti
Sigur í fyrsta leik KA í 12 ár
Áki Egilsnes skýtur á markiđ. Mynd: Sćvar Geir

Ţađ vantađi ekki fólksfjöldann eđa stemminguna ţegar KA tók á móti ÍBV U í Grill66 deild karla í kvöld í KA-heimilinu. Leiknum lauk međ 1 marks sigri heimastráka, 30-29.

ÍBV var yfir nánast allan leikinn og léku Eyjapeyjar gríđarlega góđa vörn og nýttu sín fćri í sókninni vel. KA komst betur inn í leikinn ţegar á leiđ, enda gríđarlega vel studdir af 747 áhorfendum sem ađ fylltu KA-heimiliđ í kvöld. Og fólkiđ fékk eitthvađ fyrir peninginn. Ţegar ađ 1 mínúta og 47 sekúndur voru eftir af leiknum leiddi ÍBV međ ţremur mörkum en ţađ dugđi ekki til. Gamla góđa KA geđveikin og baráttan var til stađar. KA jafnađi ţegar 40 sekúndur voru eftir og ÍBV hélt í sókn. Ţegar 13 sekúndur voru eftir fengu gestirnir vítakast. Bjarki Símonarson, sem variđ hafđi mark KA vel, skipti sjálfum sér útaf og inná kom Svavar Sigmundsson, 17 ára piltur. Hann gerđi sér lítiđ fyrir og varđi vítiđ og kastađi boltanum beint í leik.

Stefán Árnason, ţjálfari KA var klókur ađ taka ekki leikhlé, enda ÍBV vörnin óskipulögđ á leiđinni til baka. Boltinn barst fram á Áka Egilsnes, sem kastađi honum á Jón Heiđar sem gaf flotta sendingu niđur í horn á hinn 17 ára Dag Gautason sem ađ skaut á fyrsta tempói og boltinn söng í netinu, lokatölur 30-29, og í fyrsta skipti sem ađ KA komst yfir í leiknum.

KA-heimiliđ gjörsamlega trylltist og fylltist gólfiđ af gulklćddum KA-stuđningsmönnum sem fögnuđu vel og lengi međ liđinu.

KA sýndi oft og tíđum ágćta spilamennsku gegn sterku liđi ÍBV U í dag, en margt má bćta enda tímabiliđ langt og margir leiki framundan. Ţessi tvö stig eru dýrmćt í stigasöfnuninni fyrir komandi vetur og sýnir ađ KA gefst aldrei upp. 

Dagur Gautason var bestur í KA-liđinu í dag en ţessi ungi piltur fór gjörsamlega á kostum og skorađi m.a. tvö síđustu mörk liđsins. Ađrir sem léku vel voru til dćmis Áki Egilsnes frá Fćreyjum og Sigţór Árni Heimisson sem skorađi af vild í seinni hálfleik. 

Mörk KA: Dagur Gautason 7, Sigţór Árni Heimisson 7, Áki Egilsnes 6, Andri Snćr Stefánsson 4, Sigţór Gunnar Jónsson 4, Elfar Halldórsson 1 og Jón Heiđar Sigurđsson 1 mark.

Mörk ÍBV U: Friđrik Hólm Jónsson 7, Dagur Arnarsson 5, Daníel Griffin 4, Logi Snćdal Jónsson 4, Ágúst Emil Grétarsson 3, Gabríel Martines 2, Páll Eydal Ívarsson 2, Bergvin Haraldsson 1 og Ívar Logi Styrmisson 1 mark.

Hér má sjá gang leiksins:

Tímalína fyrri hálfleiks

Tímalína seinni hálfleiks

Myndir Ţóris Tryggvasonar frá leiknum má nálgast hér.

Í ţessari umfjöllun verđur ekki hjá ţví komist ađ minnast á ţátt áhorfenda og umgjörđina en fullt var út ađ dyrum í KA-heimilinu í kvöld klukkutíma fyrir leik. 747 áhorfendur komu á leikinn og nutu ţess ađ sjá ţennan stórkostlega sigur, eftir ađ hafa hlustađ á Hamrabandiđ spila fyrir leik, hoppa í hoppukastala og borđa pylsur. Stemmingin var stórkostleg og ţakiđ nánast rifnađi af húsinu.

Hér ađ neđan er myndband Ágústar Stefánssonar sem sýnir glefsur úr leiknum frá öđru sjónarhorni en venjulega og gefur jafnframt skemmtilega mynd af stemmingunni sem var á leiknum.

Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og er hćgt ađ sjá leikinn hér ađ neđan, m.a. lokamínúturnar ćsilegu og fögnuđ KA-manna. Viđ biđjumst velvirđingar á hljóđtruflunum sem valda ţví ađ hljóđ og mynd fer ekki alveg saman.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband