KA međ sigur á Mílunni

Handbolti

KA lék sinn annan leik í Grill66 deildinni á ţessu tímabili á föstudaginn. Ađ ţessu sinni sótti liđiđ Míluna heim og var leikiđ á Selfossi.

Ţrjár breytingar voru á liđinu frá leiknum gegn ÍBV U um síđustu helgi. Dađi Jónsson, Áki Egilsnes og Heimir Örn Árnason voru ekki međ ađ ţessu sinni en í ţeirra stađ komu Kristján Helgi Garđarsson og Jón Heiđar Sigurđsson (yngri) inn í hópinn auk Ólafs Jóhanns Magnússonar.

Mílan byrjađi leikinn af krafti, skorađi fyrstu ţrjú mörk leiksins og leiddu eftir 15 mínútna leik, 7-5. En ţá vaknađi KA liđiđ heldur betur til lífsins, jafnađi í 7-7 og komst yfir međ glćsilegu sirkusmarki Andra Snćs eftir sendingu frá Bjarka Símonarsyni. Áfram hélt KA liđiđ og jók forskotiđ í 7-10 áđur en Mílumenn komust á blađ á ný.

Mestur varđ munurinn sex mörk, 8-14 en Mílumenn löguđu stöđuna í 9-14 međ skoti á síđustu sekúndu fyrri hálfleiks. Andri Snćr Stefánsson fór á kostum í fyrri hálfleiknum en hann skorađi 7 af fyrstu tíu mörkum liđsins.

KA liđiđ hafđi örugg tök á leiknum og hélst ţessi munur lengst af seinni hálfleiks en ţegar tíu mínútur voru til leiksloka náđi Mílan smááhlaupi og tókst ađ minnka muninn niđur í ţrjú mörk, 19-22 og síđar í 20-23. Sú stađa hélst síđan óbreytt í um fjóra og hálfa mínútu eđa ţar til Ólafur Jóhann Magnússon hjó á hnútinn međ sínu sjötta marki úr hćgra horninu.

Sissi sćkir ađ Mílu-markinu
Sigţór Árni Heimisson fer fram hjá Mílumanninum Rúnari Hjálmarssyni. Mynd: sunnlenska.is/Guđmundur Karl

Sigţór Árni Heimisson vann vítakast í ţann mund sem tíminn rann út og steig Andri Snćr á punktinn og skorađi úr vítinu, sitt níunda mark í leiknum. Lokatölur héldu menn ađ hefđu veriđ 22-25 en samkvćmt leikskýrslu var fjögurra marka sigur í lokin, 22-26 ţannig ađ eitt mark KA virđist hafa fariđ fram hjá starfsmönnum á markatöflunni. Liđiđ ţví međ fullt hús stiga eftir tvćr umferđir.

Mörk KA: Andri Snćr Stefánsson 9 (5 úr vítum), Ólafur Jóhann Magnússon 6, Sigţór Árni Heimisson 4, Dagur Gautason 3, Elfar Halldórsson 3 og Sigţór Gunnar Jónsson 1 mark.
Bjarki Símonarson var međ 6 varin skot og Svavar Ingi Sigmundsson 5 skot.

Mörk Mílunnar: Rúnar Hjálmarsson 7, Árni Felix Gíslason 3, Páll Dagur Bergsson 3, Ársćll Einar Ársćlsson 2, Gunnar Páll Júlíusson 2, Jóhannes Snćr Eiríksson 2, Sigurđur Már Guđmundsson 2 og Sverrir Andrésson 1 mark.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Selfoss TV og er hćgt ađ horfa á útsendinguna hér.

Nćsti leikur KA í Grill 66 deild karla er föstudaginn 6. október ţegar Haukar U koma í heimsókn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband