Flýtilyklar
KA í deild ţeirra bestu eftir stórsigur
KA tryggđi sér sćti í Olísdeild karla ađ ári eftir stórkostlegan 37-25 sigur á HK í ţriđja leik liđanna í KA-Heimilinu í gćrkvöldi. KA vann alla ţrjá leiki liđanna og ţar međ einvígiđ 3-0 og tryggđi ţar međ veru sína međal ţeirra bestu á ansi hreint sannfćrandi hátt.
Stemningin í KA-Heimilinu var algjörlega til fyrirmyndar og mćttu tćplega 1.000 manns, flestir gulklćddir og var mikiđ líf á pöllunum. Ţetta setti tóninn ţví KA hóf leikinn af gríđarlegum krafti og skorađi fyrstu 5 mörk leiksins. Gestirnir úr Kópavoginum reyndu hvađ ţeir gátu til ađ brúa biliđ en ţađ tókst ekki og KA leiddi allan fyrri hálfleikinn međ 4-6 mörkum.
Hálfleikstölur voru 18-12 og ţađ efađist ekki nokkur einasti mađur í húsinu hvernig leikar myndu enda, slík var baráttan og gleđin sem skein úr andlitum okkar manna.
Síđari hálfleikur hófst mjög svipađ og sá fyrri ţví KA keyrđi hreinlega yfir HK liđiđ og náđi fljótlega 10 marka forystu. Ađ klára leikinn var svo bara formsatriđi og ţegar lokaflautiđ gall var munurinn 12 mörk, 37-25, og sigurgleđin mögnuđ í húsinu.
Andri Snćr Stefánsson var markahćstur međ 9 mörk (ţar af 3 úr vítum), Áki Egilsnes gerđi 7, Dagur Gautason 6, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Jovan Kukobat 2, Sigţór Árni Heimisson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Einar Logi Friđjónsson 1, Dađi Jónsson 1, Jón Heiđar Sigurđsson 1, Elfar Halldórsson 1, Heimir Örn Árnason 1 og Sigţór Gunnar Jónsson 1 mark.
Glatt á hjalla enda takmarkinu náđ! Smelltu á myndina til ađ sjá fleiri myndir frá leiknum
Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og er hćgt ađ horfa á leikinn í spilaranum hér ađ neđan.
KA lék aftur undir eigin merki í handboltanum í vetur eftir ađ hafa leikiđ undir merkjum Akureyrar Handboltafélags frá árinu 2006. Ţađ ţurfti ađ huga ađ ýmsu fyrir veturinn enda voru menn í raun ađ byrja alveg upp á nýtt. Ţađ ađ liđiđ hafi fariđ upp á fyrsta tímabili og einnig hve mikil stemning og gleđi hefur veriđ ríkjandi í vetur er algjörlega frábćrt.
Viđ ţökkum kćrlega fyrir stuđninginn í vetur og nú horfum viđ öll björt fram á veginn og höldum áfram ađ byggja upp handboltann enda á handboltinn í KA heima međal ţeirra bestu.