Flýtilyklar
Forsala á bæjarslaginn í KA-Heimilinu
Það er mikil eftirvænting fyrir leik KA og Akureyrar í fyrstu umferð Olís deildar karla í handboltanum en leikurinn fer fram á morgun, mánudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Til að sporna við biðröð fyrir leik munum við bjóða upp á forsölu aðgöngumiða milli klukkan 10:00 og 16:00 á morgun, mánudag, í KA-Heimilinu.
Aðgöngumiði á handboltaleiki í vetur kostar 1.500 krónur stykkið og minnum við í leiðinni á ársmiðasöluna okkar en hver ársmiði veitir 15 aðganga á heimaleiki KA eða KA/Þórs í vetur og kostar stykkið 20.000 krónur. Með því að kaupa bæði ársmiða hjá KA sem og KA/Þór fæst stykkið á 15.000 krónur.
Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur forsöluna enda má búast við fullu KA-Heimili og það er leiðinlegt fyrir alla aðila að missa af upphafi leiksins. Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!