KA/Ţór međ öruggan sigur á Fylki

Handbolti

Stelpurnar í KA/Ţór tóku í gćr á móti Fylki í Grill 66 deild kvenna. Bćđi liđ höfđu spilađ níu leiki og KA/Ţór međ 17 stig en Fylkir međ 6 stig. Leikurinn fór fremur rólega af stađ, KA/Ţór komust í 3-1 en Fylkisstelpur jöfnuđu í 3-3 og komust í kjölfariđ yfir, 3-4 og 4-5 en eftir ţađ tók KA/Ţór leikinn yfir og gaf fá fćri á sér. Mestur varđ munurinn 7 mörk í fyrri hálfleik en heimastúlkur leiddu 16-9 í hálfleik.

Eins og tölurnar bera međ sér ţá voru yfirburđir heimakvenna á öllum sviđum, Fylkiskonur fengu argagrúa vítakasta eđa sjö í fyrri hálfleiknum en Sunna Guđrún Pétursdóttir varđi tvö ţeirra en eftir sem áđur kom meirihluti marka Fylkis eđa fimm mörk af vítalínunni. Hér ađ neđan er hćgt ađ sjá helstu atriđi varđandi gang leiksins, bláa línan sýnir hvernig markamunurinn ţróađist.

Tímalína fyrri hálfleiks 

Í seinni hálfleik jókst forskot heimakvenna jafnt og ţétt og undir lok leiksins varđ hann hvađ mestur eđa 14 mörk. Fylkiskonur voru iđnar viđ ađ fiska vítaköst og náđu sér í fimm til viđbótar í seinni hálfleiknum sem skiluđu ţó bara ţrem mörkum, Sunna varđi sem sé eitt til viđbótar. Markaskorun liđanna varđ sú sama og í fyrri hálfleiknum ţannig ađ ţegar upp var stađiđ var öruggur sigur KA/Ţór stađreynd, 32-18.

Tímalína seinni hálfleiks 

Sunna Guđrún átti stórleik í markinu og varđi alls 21 skot og var valin mađur leiksins. Eins og ljóst má vera voru yfirburđir KA/Ţór algerir fyrir utan fyrstu tólf mínúturnar. Engu ađ síđur voru stelpurnar reknar átta sinnum útaf, raunar fékk Jónatan ţjálfari eina brottvísunina. Ţar ađ auki fékk Aldís Ásta Heimisdóttir beint rautt spjald á 47. mínútu og kom ţar međ ekki meira viđ sögu.

Mörk KA/Ţór: Aldís Ásta Heimisdóttir 7, Steinunn Guđjónsdóttir 7, Ásdís Guđmundsdóttir 4, Ásdís Sigurđardóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Martha Hermannsdóttir 3, Anna Ţyrí Halldórsdóttir 2, Auđur Brynja Sölvadóttir 2 og Ólöf Marín Hlynsdóttir 1 mark.
Áđur er getiđ markvörslu Sunnu Guđrúnar en Margrét Einarsdóttir stóđ vaktina í lokin og varđi eitt skot.

Mörk Fylkis: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 9, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Tinna Karen Victorsdóttir 2, Berglind Björnsdóttir 1, Edda Marín Ólafsdóttir 1, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1 og María Ósk Jónsdóttir 1 mark. Í markinu varđi Ástríđur Glódís G Gísladóttir alls 14 skot.

Hér er einnig tölfrćđiyfirlit sem viđ tókum saman í í útsendingu KA-TV á međan útsendingu stóđ:

Eftir leikinn eru KA/Ţór og HK efst og jöfn međ 19 stig en KA/Ţór á ţó leik til góđa.
Nćsti leikur KA/Ţór er laugardaginn 3. febrúar gegn Fram U og verđur hann í KA heimilinu.

Eins og kemur fram hér ađ ofan var leikurinn gegn Fylki í beinni útsendingu á KA-TV og er hćgt ađ horfa á leikinn í spilaranum hér ađ neđan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is