Fimm marka sigur KA gegn Ţrótti

Handbolti
Fimm marka sigur KA gegn Ţrótti
Jovan Kukobat átti stórleik í markinu

Meistaraflokkur KA mćtti í Laugardalshöllina á föstudagskvöldiđ ţar sem ţeir sóttu heim liđ Ţróttar í Grill 66 deild karla. Ein breyting var á KA liđinu frá síđasta leik ţar sem Áki Egilsnes kom inn í hópinn eftir ađ hafa misst af ţrem leikjum vegna meiđsla.

Ţróttarar höfđu unniđ síđustu ţrjá leiki sína í deildinni og ţví ljóst ađ búast mćtti viđ hörkuleik. Ţađ kom líka á daginn. Jafnt var á öllum tölum ţar sem Ţróttur var međ frumkvćđiđ upp í stöđuna 5-4 en ţá komu tvö KA mörk í röđ og ţar međ var frumkvćđiđ orđiđ norđanmanna.

Áfram var ţó allt í járnum, Ţróttarar náđu ávallt ađ jafna leikinn en KA međ eins marks forystu í hálfleik 11-12. Áki og Dađi Jónsson međ ţrjú mörk hvor og Jovan kominn međ 10 varin skot í markinu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks náđu KA menn ţriggja marka forystu 11-14 og býsna öruggum tökum á leiknum. Ţessi tveggja til ţriggja marka munur hélst ţar til rúmar tíu mínútur voru til leiksloka en ţá náđu Ţróttarar ađ minnka muninn í eitt mark 18-19.

Stefán Árnason tók leikhlé og sem skilađi ţrem KA mörkum í röđ og forystan orđin fjögur mörk 18-22. Ţróttur minnkađi muninn í 20-22 og fjórar mínútur eftir af leiknum. Ţćr voru hinsvegar algjörlega eign KA manna svo og síđustu ţrjú mörk leiksins sem skiluđu góđum fimm marka sigri KA, 20-25.

Jovan Kukobat átti stórleik í markinu međ 18 vörslur, margar ţeirra úr opnum fćrum. Sömuleiđis var Áki drjúgur í sókninni međ átta mörk og Dagur Gautason magnađur á lokamínútunum.

Mörk KA: Áki Egilsnes 8, Andri Snćr Stefánsson 5 (3 úr vítum), Dagur Gautason 4, Dađi Jónsson 3, Sigţór Árni Heimisson 2, Elfar Halldórsson, Jóhann Einarsson og Kristján Garđarsson 1 mark hver.
Jovan Kukobat stóđ vaktina í markinu og var frábćr eins og áđur segir, 18 varin skot, ţar af 1 vítakast.

Mörk Ţróttar: Ţröstur Bjarkason 6, Axel Sveinsson 3, Óttar Filipp Pétursson 3, Sigurbjörn Bernharđ Edvardsson 3, Viktor Jóhannsson 2, Magnús Öder Einarsson, Ólafur Guđni Eiríksson og Sćvar Ingi Eiđsson međ 1 mark hver.

Besti mađur Ţróttar var ţó tvímćlalaust markvörđurinn Halldór Rúnarsson sem átti algjörlega frábćran leik.

Hér er yfirlit yfir gang leiksins:

Tímalína fyrri hálfleiks
Tímalína seinni hálfleiks

Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og hćgt ađ horfa á leikinn í spilaranum hér ađ neđan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is