Flýtilyklar
27.04.2022
Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni
Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn
Lesa meira
25.04.2022
KA - Haukar á KA-TV gegn vægu gjaldi
KA mun í kvöld taka upp þá nýjung að rukka hóflegt gjald fyrir útsendingu KA-TV á leik KA og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Mörg félög á Íslandi hafa tekið þetta skref og hefur stjórn handknattleiksdeildar tekið þá ákvörðun að prófa fyrirkomulagið fyrir leikinn í kvöld. Leikurinn er ekki sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
Lesa meira
25.04.2022
Dagur Gauta snýr aftur heim!
Dagur Gautason gengur til liðs við KA á ný á næstu leiktíð en þessi 22 ára gamli vinstri hornamaður er uppalinn hjá KA en hefur leikið undanfarin tvö ár með liði Stjörnunnar í Garðabæ. Það er gríðarlega jákvætt skref að fá Dag aftur heim en Dagur
Lesa meira
23.04.2022
Miðasala á stórleik KA og Hauka
KA tekur á móti Haukum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta klukkan 18:30 á mánudaginn. Strákarnir unnu stórkostlegan sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum í gær og klára því einvígið með sigri á heimavelli
Lesa meira
22.04.2022
Stórkostlegur sigur KA á Ásvöllum
KA og Haukar mættust í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar á Ásvöllum í kvöld en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslitin. Haukar hafa heimaleikjarétt í einvíginu en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar en það varð strax ljóst að KA liðið var mætt til að sækja sigur í kvöld
Lesa meira
21.04.2022
Úrslitakeppnin hefst á morgun!
KA hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á morgun er strákarnir sækja Hauka heim klukkan 19:30. Þetta er annað árið í röð sem KA leikur í úrslitakeppninni og alveg klárt að strákarnir ætla sér áfram í undanúrslit keppninnar
Lesa meira
16.04.2022
Handknattleiksdeild KA í Macron
Handknattleiksdeild KA skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Macron og verða því handknattleikslið KA og KA/Þórs í fatnaði á vegum Macron frá og með næsta tímabili
Lesa meira
13.04.2022
Aldís Ásta framlengir við KA/Þór
Aldís Ásta Heimisdóttir framlengdi í dag til tveggja ára við KA/Þór og leikur því áfram með liðinu. Aldís sem er uppalin hjá KA/Þór er algjör lykilmaður í liðinu hvort sem er í sókn eða vörn. Hún lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í vetur og gerði sín fyrstu landsliðsmörk í leik gegn Sviss
Lesa meira
12.04.2022
Óðinn markakóngur Olísdeildarinnar
Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður KA er markakóngur Olísdeildar karla þennan veturinn en hann gerði alls 149 mörk í 21 leik. Ekki nóg með að vera markakóngur deildarinnar þá var hann einnig með flest mörk að meðaltali í leik eða 7,1 mark. Óðinn er auk þess í liði ársins hjá HBStatz í hægra horni
Lesa meira
08.04.2022
Síðasti heimaleikur stelpnanna í deildinni
KA/Þór tekur á móti Aftureldingu klukkan 16:00 á laugardaginn í síðasta heimaleik liðsins í Olísdeildinni í vetur. Leikurinn er liður í næstsíðustu umferð deildarinnar en KA/Þór er í 3. sætinu með 27 stig en þar fyrir ofan eru Valur með 28 stig og Fram á toppnum með 29 stig
Lesa meira