Flýtilyklar
Úrslitakeppnin í blaki hefst um helgina
Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum.
Undanúrslitin í úrslitakeppninni eru sumsé fyrst á dagskrá, á laugardaginn klukkan 14:00 tekur karlalið KA á móti Álftanes en liðin mættust í úrslitaleik Kjörísbikarsins um síðustu helgi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í úrslitunum og er annar leikur liðanna á heimavelli Álftnesinga. Úrslitaleikurinn í Bikarkeppninni var jafn og spennandi þó KA færi með 3-0 sigur af hólmi og ljóst að strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda í stúkunni.
Eins og hjá strákunum hefur kvennalið KA þátt í undanúrslitum úrslitakeppninnar og þær taka á móti Völsung í undanúrslitum á sunnudag í KA-Heimilinu klukkan 14:00. Völsungur hefur sýnt öfluga takta í vetur og klárt að stelpurnar þurfa að vera klárar í slaginn til að komast áfram í úrslitin. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram og því ansi mikilvægt að hefja einvígið á sigri.
Ef þið komist ekki í KA-Heimilið þá verða báðir leikir í beinni útsendingu og er hægt að nálgast útsendingarnar hér fyrir neðan: