Mikilvægur leikur gegn Álftanesi á morgun

Blak
Mikilvægur leikur gegn Álftanesi á morgun
Mason Casner snýr aftur í KA-Heimilið (mynd: EBF)

Það eru tveir spennandi leikir framundan í blakinu í KA-Heimilinu á morgun, laugardag. Álftnesingar mæta með karlalið sitt sem og varalið sitt kvennamegin. Það er heldur betur sex stiga leikur hjá körlunum enda er svakaleg barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni.

KA liðið situr í 4.-5. sæti fyrir leikinn með 12 stig ásamt Aftureldingu en Álftanes er sæti ofar í 3. sætinu með 18 stig. Efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppnina og ljóst að strákarnir þurfa helst á sigri að halda á morgun til að koma sér í betri stöðu í þeirri baráttu. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Stelpurnar í KA B hefja hinsvegar daginn þegar þær taka á móti Álftanesi 2 í 1. deild kvenna klukkan 13:00. Hið unga lið KA hefur bætt sig mikið í vetur og er mjög gaman að sjá stelpurnar bæði styrkjast á vellinum sem og andlega.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á báða leiki en fyrir þá sem ekki komast verða báðir leikir í beinni á KA-TV og er hægt að nálgast leikina með því að smella á KA-TV uppi í hægra horni síðunnar.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is