Mateo og Oscar Íslandsmeistarar í strandblaki

Blak

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um síðustu helgi og voru þó nokkrir keppendur á vegum blakdeildar KA sem létu til sín taka. Þeir Mateo Castrillo og Oscar Fernandez stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þeir unnu frábæran sigur í efstu deild keppninnar og óskum við þeim til hamingju með titilinn.

Þær Paula del Olmo og Jóna Margrét Arnarsdóttir tryggðu sér bronsið í efstu deild kvenna með flottri spilamennsku. Þá vann Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og liðsfélagi hennar hún Tinna Rut Þórarinsdóttir góðan sigur í 3. deild kvenna.

Í 2. deild karla stóðu þeir Draupnir Jarl Kristjánsson og Sölvi Páll Sigurpálsson uppi sem sigurvegarar og Hermann Biering Ottósson ásamt liðsfélaga sínum Eduard endaði í þriðja sæti deildarinnar. Þá varð Valgeir Bergmann í 5. sæti ásamt liðsfélaga sínum honum Þór Bæring.

Þá unnu þær Agla Katrín og Ísold sigur í unglingaflokki kvenna en þær eru báðar gríðarlega efnilegar og áhugasamar í blakinu og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast áfram með framgöngu þeirra.

Mótið var haldið í Fagralundi í Kópavogi á nýjum fjórum völlum og er svo sannarlega gleðiefni hvað aðstaðan til strandblaksiðkunar er orðin góð á mörgum stöðum á landinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is