Karl ţrefaldur Íslandsmeistari á ÍM 17-19 ára, Helga glímdi međ strákunum...og vann.

Júdó
Íslandsmót 15-16 ára og 17-19 ára fór fram í Reykjavík í gær.  KA átti 7 keppendur á mótinu og fóru þau vægast sagt á kostum.
15-16 ára:
Arnar Þór Sigurðsson var með silfur í -60, hann fékk á sig skor á síðustu augnablikum úrlsitaglímunnar. Þorgeir Atli Hávarsson vann gull í -66, annað árið í röð. Sigurður Orri Sigurðsson var að keppa á sínu fyrsta móti.  Hann tapaði bronsglímu á kolólegum hálslás/hryggspennu í -81, slæm mistök óreyndra dómara.   Þeir félagar Arnar, Þorgeir og Orri glímdu svo til úrslita í sveitakeppninni en töpuðu 3-2 fyrir JR.  Astrid Stefánsdóttir átti að keppa í -70kg flokki stúlkna, því miður urðu afföll í þeim flokki svo hún þurfti að glíma í opnum flokki við andstæðing sem var ca. 20kg þyngri.  Hún tapaði þeirri viðureign að lokum en var þó lengi vel yfir.  Í heildina mjög góð frammistaða hjá krökkunum.
17-19 ára:
Breki Bernharðsson keppti í -73kg flokki og varð í 2. sæti.  Karl Stefánsson keppti í +100kg flokki og sigraði með yfirburðum.  Helga Hansdóttir sigraði álíka örugglega í -63kg flokki stúlkna.  Karl og Breki glímu svo til úrslita í opnum flokki og þar sigraði Karl.
Þá var komið að sveitakeppni 17-19 ára en keppt er í 5 manna sveitum.  Þar sem að KA átti aðeins tvo keppendur í þessum aldursflokki var ljóst að þeir gæti ekki teflt fram sveit.  KA óskaði eftir því við hin félögin að Helga fengi að keppa með strákunum, þá væri þau orðin 3 og keppnisfær, þurfti að vísu alltaf að gefa 2 viðureignir fyrirfram vegna þess að þeim vantaði tvo keppendur, þau byrjuðu því alltaf undir 0-2.  Það skipti engu máli því að þau unnu allar viðureignir, fóru vægast sagt á kostum.  Eftir keppnina höfðu þjálfarar hinna liðanna orð á því að það hefðu verið mikil mistök að samþykkja Helgu í piltasveitina.
Skipting verðlauna:


Félag I II III
1. KA 4 4 0
2. JR 4 2 2
3. ÍR 3 1 2
4. UMFG 2 2 1
5. UMFS 2 2 0
6. UMFN 1 1 3
7. Ármann 0 3 1
8. UMFÞ 0 1 1


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is