KA bikarmeistari U16 drengja - stelpurnar í úrslit

Blak

Bikarmót U16 ára í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina og mættu fjölmargir krakkar norður til að leika listir sínar. KA sendi þrjú lið til leiks, tvö í stúlknaflokki og eitt í drengjaflokki, og má með sanni segja að okkar iðkendur hafi staðið sig frábærlega.

Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og hömpuðu Bikarmeistaratitlinum eftir sigur á Þrótti Fjarðabyggð í úrslitum. Strákarnir eru virkilega metnaðarfullir og sýndu mjög flotta frammistöðu um helgina en nú þegar hafa nokkrir leikmenn liðsins fengið eldskírnina með meistaraflokki KA.

Stelpurnar í KA-Bláar gerðu gríðarlega vel um helgina og unnu alla sína leiki sem tryggir þeim sæti í sjálfum bikarúrslitaleiknum sem fer fram í Digranesi í mars. Það verður spennandi að sjá stelpurnar á stóra sviðinu en KA getur því orðið tvöfaldur bikarmeistari í U16 ára flokknum.

Stelpurnar í KA-Gular stóðu sig einnig virkilega vel um helgina en stelpurnar sem eru fæddar árið 2010 stóðu sig afar vel gegn eldri liðum og enduðu að lokum í 5. sæti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is