Mikilvægur leikur gegn Álftanesi á morgun

Það eru tveir spennandi leikir framundan í blakinu í KA-Heimilinu á morgun, laugardag. Álftnesingar mæta með karlalið sitt sem og varalið sitt kvennamegin. Það er heldur betur sex stiga leikur hjá körlunum enda er svakaleg barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni
Lesa meira

Föstudagsframsagan fer aftur af stað!

Föstudagsframsagan fer aftur af stað á föstudaginn þegar Miguel Mateo Castrillo og Filip Pawel Szewczyk kynna starf blakdeildar KA. Vídalín veitingar verða með gómsætar kótilettur ásamt meðlæti á aðeins 2.200 krónur
Lesa meira

Komdu í blak! Frítt að prófa

Blakdeild KA býður öllum að koma og prófa blak út febrúar. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt
Lesa meira

Sigur og tap á Ísafirði hjá körlunum

KA sótti Vestra heim í tveimur leikjum í Mizunodeild karla í blaki um helgina. KA liðið hefur ekki fundið þann stöðugleika sem hefur einkennt liðið undanfarin ár og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor sem er vissulega ný staða fyrir lið sem hefur unnið allt sem hægt er undanfarin tvö ár
Lesa meira

Mateo annar í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Kjör íþróttamanns Akureyrar árið 2019 fór fram í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi. Valin var bæði íþróttakarl og íþróttakona ársins en að þessu sinni hlutu listhlaupakonan Aldís Kara Bergsdóttir og kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson sæmdarheitið
Lesa meira

Miguel Mateo íþróttamaður KA 2019

92 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur
Lesa meira

Brons hjá landsliðunum á Novotel Cup

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki tóku þátt í Novotel Cup mótinu sem fram fór í Lúxemborg og lauk í gær. KA átti fjóra fulltrúa í kvennalandsliðinu en það voru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir
Lesa meira

4 fulltrúar KA í kvennalandsliðinu

Í kvöld var birtur lokahópur blaklandsliðs Íslands sem mun leika á Novotel Cup í Lúxemborg dagana 3.-5. janúar næstkomandi. KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum en það eru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir
Lesa meira

Vel heppnað skemmtimót blakdeildar

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Blakdeild KA stóð fyrir skemmtimóti fyrir fullorðna. Alls mættu 50 manns og léku listir sínar en mótið fór þannig fram að karlar og konur léku saman og var dregið reglulega í ný lið
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttamanns KA 2019

Átta framúrskarandi einstaklingar hafa verið tilnefndir sem íþróttamaður KA fyrir árið 2019. Deildir félagsins útnefna bæði karl og konu úr sínum röðum til verðlaunanna. Á síðasta ári var Filip Pawel Szewczyk valinn íþróttamaður KA en hann fór fyrir karlaliði KA í blaki sem vann alla titla sem í boðu voru
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is