Flýtilyklar
Vel heppnað skemmtimót blakdeildar
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Blakdeild KA stóð fyrir skemmtimóti fyrir fullorðna. Alls mættu 50 manns og léku listir sínar en mótið fór þannig fram að karlar og konur léku saman og var dregið reglulega í ný lið.
Úr varð rúmlega þriggja tíma blakveisla og má með sanni segja að mótið hafi heppnast ákaflega vel. Að móti loknu var farið vel yfir bæði fjölda sigra sem og besta stigaskor og voru þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir.
Melkorka Elmarsdóttir endaði stigahæst á mótinu og Margeir Örn Óskarsson eiginmaður hennar varð stigalægstur
Hólmfríður Indriðadóttir og Melkorka Elmarsdóttir voru jafnar með flesta sigra á mótinu