Vel heppnað Íslandsmót í 3. og 5. flokki á Akureyri

Blak
Vel heppnað Íslandsmót í 3. og 5. flokki á Akureyri
5. flokkslið KA stóð sig vel á mótinu

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í 3. og 5. flokki í blaki sem og skemmtimót fyrir 6. flokk. KA hélt utan um mótin sem fóru fram bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Keppendur voru um 170 hressir krakkar frá Kópavogi, Siglufirði, Húsavík, Neskaupstað, Seyðisfirði, Vopnafirði og Ísafirði.

KA átti alls 14 keppendur á mótinu og stóðu krakkarnir sig með prýði en KA tefldi fram liði í 3. flokki kvenna sem og í 5. flokki. Í heildina tóku 36 lið þátt á mótunum þar af 7 í 3. flokki kvenna, 4 í 3. flokki karla, 17 í 5, flokki og 8 lið í 6. flokki. Leikið var í blönduðum flokkum í 5. og 6. flokki.


Lið KA sem lék í 3. flokki kvenna

3. flokkur karla og kvenna léku í KA-Heimilinu en 5. og 6. flokkur léku í Naustaskóla. Þetta er í fyrsta skiptið sem svo stórt mót er leikið í Naustaskóla en íþróttahúsið þar hentar afar vel fyrir yngstu blakiðkendurna.

Mótið gekk mjög vel fyrir sig og erum við ákaflega þakklát þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum er komu að mótinu. Aðkomuliðin gistu í Naustaskóla auk þess sem að þau borðuðu morgun-, hádegis- og kvöldmat í skólanum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  ka@ka-sport.is