Flýtilyklar
Tveir sigrar og eitt tap í Færeyjum
Íslenska karlalandsliðið í blaki lék í Evrópukeppni Smáþjóða sem var haldin í Færeyjum og átti KA alls fjóra fulltrúa í hópnum. Þeir Birkir Freyr Elvarsson og Gunnar Pálmi Hannesson léku með liðinu og þeir Filip Pawel Szewczyk og Miguel Mateo Castrillo stýrðu liðinu.
Landsliðshópurinn var töluvert breyttur frá Smáþjóðaleikunum í vor og var gaman að sjá hvernig hinir fjölmörgu nýliðar stóðu sig í verkefninu. Strákarnir hófu leik gegn Skotlandi og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-3 sigur eftir að Skotar höfðu unnið fyrstu hrinuna. Hrinurnar enduðu 19-25, 25-22, 25-23 og 25-22.
Því næst vann liðið 3-0 sigur á Grænlendingum sem strákarnir þurftu að hafa töluvert fyrir en hrinurnar fóru 26-24, 25-21 og 25-20. Framundan var því úrslitaleikur gegn Færeyingum þar sem Ísland dugði að vinna tvær hrinur til að vinna mótið.
Heimamenn tóku fyrstu hrinuna 22-25 en Íslenska liðið jafnaði í 1-1 með 25-21 sigri í næstu hrinu. En það dugði ekki því Færeyingar unnu þriðju hrinuna 22-25 og í kjölfarið þá fjórðu 22-25 og leikinn þar með 1-3.
Á sama tíma unnu Skotar lið Grænlands og því enduðu Ísland, Færeyjar og Skotland öll með tvo sigra og eitt tap. Íslenska liðið reyndist með slakasta árangurinn af þeim þremur og þurfti því að sætta sig við bronsið en það voru hinsvegar Skotar sem fóru heim með gullið.