Flýtilyklar
Strandblaksæfingar krakka hefjast
Blakdeild KA verður með strandblaksæfingar í Kjarnaskógi í sumar fyrir krakkana og mun Paula del Olmo sjá um þjálfunina. Æfingarnar munu fara fram í júní og júlí og eru æfingjagjöldin 30.000 krónur á hvern iðkanda fyrir mánuðina saman en stakur mánuður er á 20.000 krónur.
Æfingarnar eru hugsaðar fyrir krakka fædd 2004 til 2009. Æft verður tvisvar í viku og munu æfingarnar fara fram eftir veðráttu og verður birt plan hverjar viku fyrir sig til að aðlagast veðurspám.
Hver æfing verður einn og hálfur klukkutími að lengd. Skráning fer fram í gegnum Paulu í netfanginu pauladelolmo@yahoo.es. Ef einhverjar spurningar eru varðandi æfingarnar þá er um að gera að hafa samband við Paulu.
Varðandi greiðslu á æfingagjöldunum þá er það gert með millifærslu á reikning 1106-26-001981 og kennitölu 250694-4669. Senda svo afrit á netfang Paulu, pauladelolmo@yahoo.es.
Upplýsingagjöf varðandi æfingarnar verður í gegnum facebook síðu blaksins sem og Sportabler.