Flýtilyklar
Strandblaksæfingar hefjast 1. júní
Eins og undanfarin ár verður Blakdeild KA með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir öfluga krakka í sumar. Paula del Olmo stýrir æfingunum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum og ljóst að það verður enginn svikinn af fjörinu í sandinum í Kjarnaskógi.
Fyrsta námskeið sumarsins hefst þriðjudaginn 1. júní en æft verður dagana 1.,2., 3., 9., 10. og 14. júní og loks verður haldið skemmtilegt mót þann 15. júní. U12 mun æfa frá kl. 16:00-17:30 og eldri hópurinn mun æfa frá 17:30 til 19:00.
Verð fyrir námskeiðið er 20.000 krónur auk 500 króna mótsgjald fyrir 15. júní mótið þar sem ýmis verðlaun verða í boði. Skráning fer fram í gegnum Paulu í netfanginu pauladelolmo@yahoo.es. Ef einhverjar spurningar eru varðandi æfingarnar þá er um að gera að hafa samband við Paulu. Rukkun á námskeiðinu fer svo í gegnum Sportabler.
Að lokum bendum við á facebook hóp fyrir æfingarnar.