Flýtilyklar
Strákarnir þurfa á sigri að halda í blakinu
Það er sannkallaður risaleikur í Fagralundi í kvöld kl. 19:30 er KA sækir HK heim í fjórðu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. HK leiðir einvígið 2-1 og tryggir því titilinn með sigri í kvöld en KA liðið er staðráðið í að tryggja sér hreinan úrslitaleik í KA-Heimilinu.
Mikill hiti hefur verið í leikjum liðanna og var í gær gefin út tilkynning af BLÍ, KA og HK þar sem menn gáfu út að nú yrði blakið sett í forgang og að allir sem koma að leiknum einbeiti sér að vera blakíþróttinni til sóma. Það má þó búast við hörkuleik í kvöld en þó vonandi af réttum forsendum.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta til að mæta og styðja okkar magnaða lið sem er nú þegar Deildar- og Bikarmeistari og ætlar sér þrennuna! SportTV er með leikinn í beinni fyrir þá sem ekki komast, áfram KA!